Mér finnst Rossignol vera að koma dáldið heit inn núna hjá Nanoq. Þegar Týndi hætti á sama tíma og flest bretti voru komin hátt yfir 40.000 og fólk sem var ekki í þessu á fullu var ekki að fíla þetta, þá komu Rossignol sterkir inn með margar tegundir fyrir alla. Þú færi Rossignol bretti undir 20þús kall á meðan þeir framleiða líka Proline og premier gæðabretti sem fara í 40-50þús og allt þar á milli. Útilíf sýnist mér ekki vera að standa sig í brettamálunum en þeir eru nú með eitthvað. En ég mæli eiginlega með Nanoq. Best að kynna sér allt og svona, sjá til.