Sæll, ég hef farið 5 sinnum til ítalíu, madonna og val gardena. Þeir staðir eru með þeim stærstu og vinsælustu í ítalíu, allaveganna af íslendingum. Ef þú ert að leita þér af stað þar sem þú getur rennt þér alla daganna og aldrei farið í sömu brekku þá er val gardena eitthvað fyrir þig. Það er nær þýskalandi og heldur öðruvísi stemmning í flöllunum og á kvöldin, þýsk drykkju-stemmning. mínus fyrir mig en ok. Á skíðasvæðinu þar kemstu á ótrúlega mörg önnur skíðasvæði án þess að ferðast með rútu eða labba. Þú þarf þá reyndar að kaupa Dolomiti superski skíðapassa sem er eitthvað dýrari en það er algjörlega þess virði finnst mér
Madonna er svo annar staður sem mér hefur eiginlega líkað betur við sl ár. Hann er allveg nógu stór og tengist einhverjum öðrum skíðasvæðum sem eru mjög fín. Svæðið er meira inn í ítalíu og einkennist bærinn af líflegum börum og frábærum mat sem er mikill plús finnst mér. Þar hafa verið haldin mörg mót árlega, bæði FIS skíðamót og snjóbrettamót, boardercross og halfpipe í FIS mótaröðinni sl ár. Þegar þú lest kort af svæðinu sérðu stað sem heitit ,,snowboard paradise,, sem hefur eflaust ráðið úrslitum hjá einhverjum snjóbrettamanninum þegar hann ber saman ferðir í alpanna :) en þar er að finna stað þar sem boardrercross braut, halfpipe og aðrir pallar og quarterpipe eru byggð en það vantar yfirleitt algjörlega að halda þeim við allaveganna þegar ég hef verið þarna. En það er hægt að leika sér að þessu öllu en skemmtilegasta er að rida bara einhverstaðar í skógum alpanna í góðum snjó, það er toppurinn. Síðasta vetur var unglingameistaramót í halfpipe í fjalli hliðina á madonna sem þú getur keypa skíðapassa í (mæli með því!) og var þar búið að byggja þvílíkt halfpipe og unglingar/krakkar úr öllum heiminum komu til að keppa. það var snilld. Reynar eru halfpipe-in í ölpunum mikið stærri (alpine halfpipe) og með mikið hærri veggjum en í svona pörkum og getur það verið dáldið erfitt þegar það fer að verðast og klaki myndast. en vá ég er komin útfyrir efnið núna…
Annars mæli ég með chamonix í frakklandi sem hefur verið gríðarlega vinsæll hjá snjóbrettafólki hér á íslandi, hef reyndar aldrei komið þangað sjálfur en það ku vera snilldar staður.
Vonandi geturðu dregið einhvern lærdóm af þessum skrifum KV:BOARDER…