þá er komið að því að næsti vetur muni fara bresta á,þessi hlýjindi eru búin að fá sinn tíma og bíð ég eftir snjó snjó (Snjór eru peningar þegar maður vinnur á skíðasvæði:)
Síðustu 2 vetrar hafa ekki verið að standa sig og seinasti apríl rétt slapp þegar ég var að vinna í skálafelli.
Veturinn 2000 var aftur á móti snilldar vetur,þá snjóaði og erfitt var að komast í vinnuna vegna mikilla snjóa,soleiðis á þetta að vera:)
Vona ég að veturinn byrji með sprengju af snjó og vonast sem fyrst að sjá sem flesta brölta uppí skálafell og á hin skíðasvæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu.
Ég mun senda inn hitt og þetta á þessu áhugamáli ef einhverjar spurningar vakna varðandi skíðasvæðin.Búinn að vinna 4 vetur í skálafelli og einn í bláfjöllum og næsti vetur mun vera minn 5 í skálafelli.Get sagt að það var sent einn troðaradúdinn á námskeið um half - pipe og pallagerð til útlanda og mun það sjást þegar brettinn kíkja í brekkurnar.
Með Kveðju og vonir um kulda og helling af snjó sem fyrst:)
-Marcinko