Í sambandi við veturinn.
Nú er sól og rosalega gott veður… veit ekki alveg hvað ég er að pæla með að hanga inni í tölvunni, en ég var að spá með veturinn… hvernig ætli hann eigi eftir að vera?
Ég keypti mér Rossigol bretti fyrir 2 árum í Nanooq, gaurinn sem seldi mér það sagði mér að þetta bretti ætti að henta mér alveg fullkomlega. Ég veit nú ekki alveg hvað hann var að spá þegar hann sagði þetta en ég er 172 á hæð og brettið mitt er 155… mér var sagt seinna að það væri alllllt of stórt fyrir mig. Og auk þess allt of þungt.
En hvað um það.. ég fór í Bláfjöll, en þar voru slæmir óvinir sem kallaðir eru seinar og þeir réðust á brettið mitt og ég fór heim með sárt ennið. Ég fór nokkrum sinnum í viðbót.. bæði í Bláfjöll og Skálafell en brettið mitt rústaðist bara meira… enda hefur ekki verið neinn almennilegur snjór seinustu 2 árin.
Svo skildi ég ekkert afhverju ég var skyndilega orðin mikið verri á bretti en ég var áður.. en svo fékk ég skýringuna á því… allt of stórt og þungt bretti.
(Nú er brettið mitt algerlega ónýtt og ég er ekki viss um hvort ég ætti að halda jarðaför eða brenna það… eða jafnvel bara loka augunum og henda þvi… nei… hvað er ég að spá.. það er í fínu lagi ofaná þannig að ég skreyti bara vegginn með þvi :) )
Ég var brjálaður… hvernig skyldi einhverjum sem veit ekkert um brett dirfast að selja manni bretti og halda því fram að það passi manni fullkomlega… hvílík ósvífni!
Ég er búin að taka ákvörðun… ég ætla ekki að kaupa mér aftur bretti hérna á Íslandi.. það eyðileggst strax og auk þess eru allar bestu verslanirnar hættar… ég ætla frekar að leigja mér bretti… það ætti ekki að vera of dýrt þar sem það er ekki svo oft sem það er gott færi í fjöllunum. (hmmm.. hljóma ég kannski soldið bitur)
En fyrir þá sem eru að byrja á bretti þá bendi ég þeim á að fara í Útilíf í Smáralind… þar eru gaurar að vinna í brettadeildinni sem hafa verið mjög lengi á bretti og vita hvað þeir eru að selja.
Það er líka hægt að panta bretti að utan en ég er ekkert allt of klár í því hvað það kostar.
Og já… þið sem eru búin að vera dugleg að senda inn profile-a… endilega sendið inn fleiri.. og ef þið hafið einhverja um nokkra snjóbretta kauða.. þá væri það æði ef þið senduð þá inn.
Mbk um góðan vetur,
Ásta