ég geri það oft að kaupa mér snjóbrettablað til að sefa sárasta snjóhungrið. hingað til þá hef ég þó átt í þó nokkrum vandræðum með að skilja úglensku heitin á hinum ýmsu trikkum. ekki það að ég skilji hreinlega ekki enskuna heldur er málið bara að heitin á trikkunum eiga sér oftast einhvern fáránlegan bakrunn. ímynda mér oft að próarnir hafi verið samankomnir í chalet eftir góðan og uppfinningarsaman dag og fengið sér einn kaldan eða jafnvel tvær feitar … og þannig hafi þeir komið upp með trikkanöfn sem sum hver eru æði súrrealísk. við mörlandar eigum þó séns á að botna í herlegheitunum, ég rakst nebblega á orðabók snjóbrettafólks. nota bene, það virðist sem kanarnir eigi líka í vandræðum með að skilja sjálfa sig. allavegana þá er slóðin á þessa bók : http://www.snowboarding-online.com/instruction/lexicon/
þar getur fólk fengið útskýringar á hugtökum eins og stale egg, gay twist og mörg önnur skemmtileg.
ein spurning að lokum er fólk eitthvað í nýyrðasmíð eða er það enskan sem blívar.
takk og bless,
st.hún