Samkvæmt Reglum nú á skíðasvæðum er svarið nei vegna örrygisreglna sem skíðasvæðin hafa tekið upp eftir alþjóðareglum sem gildir á mörgum skíðasvæðum.Ég hef unnið sem skíðavörður í 4 vetur núna (3 í skálafelli og einn í bláfjöllum) og ég sé margt varðandi það að brettamenn/konur hafi eina bindinu lausa í lyftum.
Tildæmis þegar komið er í stólinn í skálafelli eða Bláfjöllum(kóngsgili) þá hef ég sé það of oft gerast að þegar farið er úr stólnum og báðar festingar eru fastar að brettið grafist ofaní snjóinn og aðilinn kastist fram og dettur úr stólnum þegar brettið festist í snjónum og stóllinn strauar yfir manneskjuna áður en hægt er að stoppa hana.Fólk hefur fengið gat á hausinn við þetta.Varðandi aðrar lyftur,tökum T-lyftur tildæmis,hugsiði ykkur ef brettadudinn/gellan detti í lyftunni og þá er ansi erfitt að losa sig úr T-lyftunni ef báðar festingar væru til staðar,mér hefur verið sagt frá slysum/áverkum tengt þessu en ég get ekki staðfest það því ég var ekki þar.En varðandi stólinn í skálafelli að þá veit ég að sumir hafa stokkið úr stólnum við lægasta staur(nr 6) og rennt sér beint aftur í röðina,með einni bindingu er afar óþægilegt að stökkva úr stólnum tildæmis.það varðar kortamissi að stökkva úr stólnum og mun eftirlit með þessu klikkaða sporti aukast til muna í skálafelli á næstunni.needless to say er það stranglega bannað!En uppbygging skíðasvæðanna er að hefjast eftir nær 20 ára bið ef ég man rétt og hægt er að sjá á itr.is nánar um það ég hvet ykkur að tékka á því.með þessari uppbyggingu er líka verið að taka í gegn nýjar örrygisreglur til fordæmis að utan og þaðan er þetta með brettin komið.Sumir eru pirraðir á þessu en ef haft er í huga að verið er að hugsa um ykkar hag og öryggi að þá hljóta margir að sjá að sér.
Ég veit að betra er að fara úr stólalyftunum með báðar bindingar fastar en ég vona að flestir munu fara eftir settum reglum:)Fyrstu dagana ákváðum við að stoppa stólinn til að láta alla hafa eina bindingu fasta og margir urðu pirraðir og ekki verður gert meira af því.En ég vil koma því á framfæri að þeir sem læra að fara úr stólnum með eina bindingu fasta að það tekur enga stund að ná því með æfingu og ákveðni.þeir sem eru lengra komnir þurfa litlar áhyggjur að hafa.Hafiði það sem best um páskana og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um palla eða þessháttar í skálafelli að þá sendiði mér línu,ég get komið góðum hugmyndum á framfæri.Haukur sem sér um skálafell hefur alltaf séð vel um að gera pipe og palla þegar hægt hefur verið.Hann er snilldar gaur:) sjáumst. p.s :ég var sammála greininni um ‘'skálafell eða bláfjöll’' sem kom fyrir stuttu:).