8 km brekka!

Mér finnst allt of fáir fara á Snæfellsjökul að renna sér.
Í sumar var frábært veður margar helgar í röð. Aðeins 20 manns hafi komið þarna yfir allt sumarið. Þeir sem komu einu sinni komu aftur. Einn hópur kom 3 helgar í röð. Eftir því sem lengur dregur á veturinn lokast fleiri sprungur og jökullinn verðu betri og brekkurnar lengri. Það er miklu betra að fara tvær alvöru ferðir og leika sér á palli en að húka í biðröð upp í Bláfjölllum. Það tekur undir 2 tímum að keyra þangað, aðeins 180 km. Ef áhugi er fyrir hópferð í verkfallinu þá er ekkert mál að semja og fylla rútu.
Ef þið viljið frekari uppl. manitou@mi.is