Ég er búin að vera á Bretti lengi, of lengi kanski miðað við getu. Á þessum tíma hef ég prófað alveg heilan helling (sem er svona meira en mikið) af brettum. Fyrsta brettið mitt var til að minda Sims Freestyle bretti 178, neón grænt með klauf að aftan. Ég hef prufað Lib Tech., Gnu, Sims, Burton, Morrow, Palmer, Rossignol, Atlantis osfrv. tegundir af brettum. Og eftir öll þessi ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Burton er skíturinn (da shit pa english, afsakið frönsku mína). Ég verð hreinlega ástfangin þegar ég prófaði fyrsta Custom brettið mitt frá Burton. Ekki aðeins eru brettin góð frá þeim heldur einnig allt hitt draslið. Jake og lið hans eru snillingar. Þetta er bara mitt álit eftir mörg ár á bretti, ég persónulega gæti ekki hugsað mér að hafa aðra vöru undir fótum mínum heldur en Burton, kanski bara snobb í mér. Í ár mæli ég með Burton Custom fyrir þá sem vilja gott allround bretti, Burton Power ef menn vilja Freestyle bretti, og síðan er það rúsínan á pulsuendan (já pulsa með uuuiiii) sjálft BMC brettið frá þeim (það er skýrt eftir verksmiðju Burtons í Burlington, Burlington Manufacturing Center). BMC brettið er bland af Supermodel og Custom með smá Freestyle ývafi. BMC ER SKÍTURINN Í ÁR (DA shit this year pa english). Burton Cascade fyrir þá sem vilja Freeride. Djöfulsins langlokka er þetta orðið hjá mér. Þó græjurnar skipta að sjálfsögðu einhverju máli, þá gera þær mann ekki betri, ég næ ekki betra stökki bara út af því að brettið mitt er dýrara. Að vísu eftir því sem maður verður betri fer maður að læra smátt og smátt hvað hentar manni best.
Að lokum, kíkjið inn á Burton.com, flott heimasíða og 2001 græjurnar komnar. And in the end, Það er ekki brettið sem skapar þig heldur þú sem skapar það. AÐ Eilífðu Púður AMEN. Þeir/þær sem voru að leita að svarinu við lífinu, alheimnum og bara öllu sem til er, er bent á það að það var ekki að finna í þessarri grein. Svarið er að finna í merkri bók eftir Douglas Adams.
Kveðja og feitittttitir blautir kosssaar
Custom56
PS svarið er 42