Halló!
Ég senti þetta reyndar líka á korkana, en það er best að setja þetta sem grein svo sem flestir sjái.
Ég fór nýlega til bandaríkjanna í heimsókn á háskólasvæði University of Miami. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í annað en að nefna að svæðið er stórt. Að komast á milli stofa tók kannski 10 mínútur gangandi. Það var þar sem ég sá í fyrsta skipti fólk á longboardi. Stelpur og strákar að renna sér eftir campusvegunum með skólatöskurnar svo þau næðu í tíma á réttum tíma. Ég keypti longboard daginn eftir.
Síðan ég kom heim hafa þó nokkrir af vinum mínum keypt bretti, og flestir sem hafa stigið á longboardið hafa talað um hvað þetta sé nice stuff. Þess ber að geta að enginn okkar hefur nokkru sinni rennt sér á venjulegu hjólabretti, flest um tvítugt og erum að kynnast brettaíþróttinni í fyrsta sinn.
Við fórum að reyna að ná til fleirri og fleirri longboardara til að renna sér með okkur. Flestir hafa rennt sér einir og sér, fara til og frá vinnu og skóla á brettinu en hafa mest lítið annað gert. Til þess að ná ákveðinni æfingu þá er náttúrulega mest gaman að renna sér með öðrum, bera sig saman við færni annarra og læra af þeim.
Og þá kem ég að efninu; ég bjó til síðu og keypti addressuna Longboard.is þar sem ég er að reyna að safna sem mestum upplýsingum fyrir longboardara fyrir á einum stað á íslensku. Þeir sem hafa verið í einhverju vesi með brettið sitt (skilja ekki af hverju það ískrar í öxlunum, hvernig í ósköpunum þú hreinsar legurnar o.s.frv) geta poppað inn og fengið upplýsingar um það, eða spurt á foruminum.
Sem kemur mér að öðru. Er engin spjallsíða fyrir brettafólk á íslandi, fyrir utan Huga.is? Á hverjum degi sé ég haug af krökkum að renna sér, en það virðist ekki vera neinn forum sérstaklega fyrir þetta?
Ég setti upp forum á síðunni, undir spjallforum og þar undir er Brettaspjall, tileinkað öðrum íþróttum en longboarding. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að pósta þarna inn vídjóum, myndum eða bara lýsa hvernig þú nærð ákveðnu trikki. Allt sem manni dettur í hug. Og ef það er eitthvað sem manni finnst vanta er ekkert mál að hafa samband við mig og það er aldrei að vita nema ég bæti því við.
Endilega kíkið á síðuna, hún er í vinnslu ennþá (vantar trick tutoriala sem koma inn núna í vikunni eða næstu) og foruminn er soldil sleggja (en virkar) en þannig er það nú oftast.