Þá er loksins komið að því sem allir hafa verið að býða eftir með hlandið í buxunum.
Hvað: Aðalfundur Brettafélags Íslands
Hvenær: Miðvikudaginn 07. nov. kl 20:00 til 21:30 (Byrjum á slaginu)
Hvar: Menntaskólinn Við Hamrahlíð
Farið verður yfir stöðu mála ásamt því sem ný stjórn verðu kosin.
Kosið verður í eftirfarandi embætti:
- Formaður: Hefur forsvar fyrir Brettafélagið. Stefnmótandi hlutverk.
- Varaformaður: Aðstoðar Formaninn í daglegum rekstri Brettafélagsins
- Gjaldkeri: Umsjón með fjármunum Brettafélagsins
- Ritstjóri bigjump.is: Umsjón með bigjump.is
- Meðstjórnendur: Eru tiltaks til að hjálpa við hvað sem er.
Ef einhver hefur áhuga og vill fræðast meira um Brettafélagið er þeim meir en velkomið að senda mér fyrirspurn. Einnig hvet ég fólk út á landi að bjóða sig fram jafnvel þó það geti ekki mætt á fundin. Fólk sem getur ekki mætt á fundin en vill bjóða sig fram er vinsamlegast beðið að senda mér email.
Ég mun ekki gefa kost á mér í nein embætti, tímabært að hleypa nýju og fersku fólki að. Ég hef líka því miður ekki geta sinnt þessu eins og ég vildi síðustu vetra.
Vonast til að sjá sem flest ykkar á fundinum.
Kveðja
Geiri www.bigjump.is
geiri@nikitaclothing.com