Loksins er hvíta gullið komið! Allavegana hér á Akureyri er búið að snjóa mikið undarfarinn sólarhring og þó svo ég sé reyndar ekki búinn að sjá upp í Hlíðarfjall fyrir vondu veðri þá hlýtur að vera kominn einhver snjór þar. Nú þyrfti helst að snjóa stanslaust í viku svo að maður geti farið að djöflast eins og brjálæðingur í brekkunum. Það þarf allavegana að vera kominn snjór fyrir 15 des þegar nýja stólalyftan verður tekin í gagnið. Og vonandi verður metið frá því í fyrra slegið, en þá var opið í fjallinu 140 daga!
Það væri fínt að fá svona minnsta kosti 150 daga í vetur! En þetta er kannski óþarfa bjartsýni en ég vona það besta.
Að lokum vil ég biðja alla snjóbrettamenn og konur landsins að sameinast í bæn, og biðja um góðan brettavetur!
See ya!