Í dag, Sunnudaginn 25.11.01, fór ég upp í Bláfjöll ásamt örðum góðum drengjum. Þótt það hafi snjóað í gær á höfuðborgarsvæðinu þá er þetta eiginlega fyrsti snjór vetrarins þannig að ég bjóst ekki við miklu þegar ég lagði af stað. Uppfrá var nánast enginn snór og í raun minna en í bænum því það hafði skafið svo hrikalega. Þó var einhver snjór á Háheiðinni ef menn nenna að ganga en fyrir þá sem eru að spá í að kíkja á morgun þá hefur safnast ágætur snjór í brekkuna fyrir aftan stólalyftuna í Kóngsgilinu sem sést ekki frá bílastæðinu. Þótt ekki sé hægt að stunda neitt rennsli þar er ekkert mál að meika palla. Síðan á víst líka að snjóa í nótt og á morgun.
Fyrir áhugasama þá var ég að lesa að brettabíó Týnda hlekksins verður næstkomandi þriðjudag (27.11.01) í Laugarásbíói. Þetta byrjar kl. 20.00 og aðgangur er ókeypis. Sýndar verða myndirnar True Life (MDP) og TB10. Hvet alla til að mæta.
Hvernig væri annars að sanka inn á huga upplýsingum um reil í Reykjavík?