Bláfjöll 13.03.2006 er ég var í skólanum þá kom einn bekkjarfélaginn minn og sagði mér frá því að skíðavalið (drasl í skólanum) væri að fara til bláfjalla kl 4! Ég hafði nefnilega ekki farið á bretti síðan að ég datt á snjóbretti í Janúar, á fyrsta snjódegi, og brákaði og gerði dæld í bein í úlnliðnum!

Allavega Þá vorum við 4 vinirnir, Ég, Sindri, Beggi og Símon sem voru að stunda þetta eithvað af viti af öllum 10 bekknum.
Þegar uppí Bláfjöll var komið var alveg blanka logn, sól og NÓG af snjó! Við drifum okkur í því að kaupa miða, klæddum okkur í og rukum út.
Við byrjuðum á Kónginum (nýja lyftan) en þetta var fyrsta ferðin mín í hann. Þegar við vorum sirka hálfnaðir upp í lyftuni tókum við eftir þessari GEÐVEIKU hengju þarna hliðiná stoppustöðini. Fullt af fólki var að droppa þarna niður. Við renndum okkur þangað og ákváðum að droppa, var alveg MERGJAÐ! Síðan var lendingin bara ein mesta púður hlussa sem ég hef lent í!
Við fórum þangað svona 3-4 sinnum þar til við ákváðum bara að fara að freeridea niður bláu brekkuna (lengst til vinstri). Maður var að ná alveg fínum hraða þarna en það versta var að það voru engir pallar í þessum svokallaða Brettagarði =( En síðan fór tíminn að líða hraðar og hraðar þangað til klukkan var allt í einu orðin 9! og við þurftum að drattast heim =(
En á morgun (miðvikudaginn 15.03.2006) er planað að fara með okkur í skíðavalinu eithvert og kenna okkur á Gönguskíði =/ Taka eins og hálftíma session á því…….. Vonandi verður það eithvað gaman.

En ég þakka bara fyrir mig!

Kolbeinn