Ég var að koma frá Akureyri rétt áðan. Ég er búinn að vera á snjóbretti alla helgina í hlíðafjalli. Ég eins og margir aðrir er búinn að sjá myndirnar með Team Divine og á bæði Noxious Dreaming og Why Not og er því búinn að dást af railunum sem eru þarna og var búinn að hlakka mikið til að fara á þau. En þegar ég kom voru bara tvö rail uppi, eitt var geðveikt laust og óöruggt en hitt var einfaldlega bara of sjúkt fyrir mig. Og pallarnir á railin voru líka bara eiginlega klaki, hafa örugglega ekki verið notuð mikið, ég sá alla veganna engann á þeim allan tímann. Svo lágu bara fullt af brotnum railum hliðna á skálanum uppí brekku, eina sem var heilt var rainbow railið. Hvað er að gerast? Af hverju láta þeir railin ekki upp? Og af hverju hugsa þeir ekki betur um þau?
Svo voru heldur engir pallar. Það var einn pallur þarna sem var ágætur en ekkert líkt því sem að ég hef séð í Team Divine myndböndunum. Þetta voru nú smá vonbrigði en samt var geðveikt að freerida þarna, ég get nú ekki kvartað með það. Skemmti mér mjög vel!
Svo er líka eitt sem ég vil bæta við hérna í lokin. Lyftan sem maður tekur upp eftir stólinn. Ég fatta þessar “T lyftur” bara hreinlega ekki. Þetta er bara svo óþægilegt og erfitt að halda sér í þessu. Ég beið eiginlega alltaf bara eftir að það kæmi diskur. En af hverju er ekki bara stólalyfta þarna, hún er svo löng og leiðinleg. Enn það kostar auðvitað svo mikinn pening að það yrði nú aldrei gert.
En nú kveð ég! Plís ekkert skítkast á þetta en samt komið með nóg af skoðunum.
Skateboarding is not a CRIME!