Í gær (laugardaginn) voru eftirtaldar lyftur opnar: Barnalyftan í Kóngsgili, Borgarlyftan, önnur diskalyftan í Suðurgili og stólalyftan í Suðurgili.
Veðrið var mjög Bláfjallalegt, mikil þoka og él öðru hverju
Í Borgarlyftunni voru sirka 20 manns. Þar var mjög vel troðið og fínt færi fyrir utan það að það var töluvert af steinum efst í brautinni.
Í diskalyftunni í Suðurgili var ekkert hægt að vera sökum æfinga.
Í stólalyftunni í Suðurgili var ég mest. Þar var haldið skíðamót fyrir krakka en það var vel hægt að vera við hliðina á því. Það var ekki búið að troða brekkuna og þegar leið á daginn mynduðust hólar sem skemmtilegt var að stökkva á.
Það sem mér fannst verst var að það var ekkert hægt að fara útfyrir leiðir að skíða í púðrinu sökum snjóleysis.
Þegar ég mætti á svæðið kl:10:30 í dag (sunnudag) var það fyrsta sem ég tók eftir allt nýja púðrið sem var komið. U.þ.b. 40 cm af jafnföllnum snjó lá yfir öllu og ennþá var þoka og snjókoma.
Núna opnuðu þeir loksins gömlu stólalyftuna í Kóngsgili, auk Borgarlyftunnar og barnalyftunnar. Í stólalyftunni var vel troðið til að byrja með en með auknum snjó þegar það tók að líða á þá versnaði færið. Ekki var óhætt að veraí púðrinu sökum snjóflóðahættu.
Ég gafst nú fljótlega upp vegna veðursins og var ég kominn heim klukkan 15:00.
En svona í lokin þá ætla ég að koma með veðurspá og líkur á opnun í Bláfjöllum. Á morgun, mánudag á að vera léttskýjað, lítill vindur og vægt frost. Kjöraðstæður fyrir opnun!
Á þriðjudag á að vera bjart og vægt frost. Það á að hvessa um kvöldið svo það er ekki mjög líklegt að það verði hægt að opna.
Frá miðvikudegi til föstudags á að vera rigning og er líklegt að mest af snjónum fari. Þannig ég hvet alla að nýta tækifærið sem gefst væntanlega á morgun til að mæta í fjöllin.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.