"Ha - er hægt að skíða þar?!“
-voru þetta algeng viðbrögð þegar ég greindi frá ferðaáætlun minni til fjallabæsins Shemshak í Iran, bara eins og hálfstíma akstur frá Tehran.
Ásamt 5 skandinavískum vinum eyddi ég fyrstu tveimur vikum febrúarmánaðar í algjörri einangrun í mið-elborz fjallagarðinum. Við hefðum ekki getað valið betri tíma - bæði snjólega séð og pólitískt! Fjöllin á þessu svæði eru þónokkuð hærri en í Ölpunum og hefur verið talað um að þarna væri hægt að nálgast hið svokallaða ”kanadapúður" - sem er miklu léttari og þurrari en í evrópu. Það einfaldlega dömpar í 2 daga og síðan er sól í tvo daga!
Við fengum að eiga allt sem var utanbrautar f. okkur, því íranir eru ekki mikið fyrir að sigla í púðri. Möguleikarnir á utanbrautarrensli eru fjölbreyttir og ekki þarf að vera hræddur við sprungur eða of mikið af 90° klettabeltum - því fjöllin eru nánast laus við allt slíkt…
Ekki skemmir síðan fyrir að það kosti ekki nema 400 kall í fjallið á dag og matur er hreinlega ókeypis.
Þorpsbúarnir á svæðinu voru svo ánægðir yfir því að við skyldum þora að koma þrátt f. umræður um kjarnorkuvopn og aðra vitleysu… tala nú ekki um brennandi sendiráð.
Ég mæli eindregið með ferðalagi á þessi svæði - kannski ekki fjölskylduferð samt… lyftukerfin eru af eldri kantinum og samgöngur og samskipti ekki eins og gengur og gerist í evrópu og n-ameríku.
sAlaam - megi Herrann gefa oss meiri púður.