Jæja ég ætla að taka það að mér að gagnrýna Íslensku snjóbrettamyndina Why Not.
Myndina er hægt að nálgast í Brim og Oakley búðinni
Já þetta er semsagt Íslensk snjóbrettamynd með strákonum í Team Divine.
Efni myndar: Efnið í myndinni er bara rugl sko það er fullt af sjúkum trikkum og ekki er hægt að setja útá stílinn hjá þeim (einkunn: 9.0)
Klipping og vinna: Þessi mynd er mjög vel klippt og mér finnst inrto-ið geðveikt flott og outro-ið ekki síðra, en hljóðið þegar það er verið að byrja kaflana er verulega pirrandi finnst mér… (einkunn: 8.5)
Tónlist: Tónlistin í þessari mynd er ekkert nema snilld PUNKTUR.
(einkunn: 9.5)
Upptökustaðir: Fullt af flottum stöðum hef ekkert mikið um það að segja.
(einkunn: 8.5)
Aukaefni: Þessi mynd er troðfull af aukaefni sem er algjör snilld. Það er t.d. boðið uppá að skoða myndir sem voru teknar af tóta fótó, skeit, jackass, trampólín ofl. Þetta aukaefni er snilld, mjög flippað og fullt af flottu skeiti
(einkunn: 9.5)
Þessi mynd er skildueign, ég mæli með því að allir fara í Brim eða oakley búðina núna og kaupi hana ef þið eruð ekki búin af því þegar. Persónulega þá finnst mér kaflinn með Eika bestur en mjög ervitt að gera upp á milli hanns og Gulla.
Heildareinkunn: 9.0
Takk fyrir mig
Kv. Birki