Jæja Gott fólk :)

Enn annar vetur kemur með skemmtilegri byrjun en þegar ég skrifa þetta var lokað í bláfjöllum og rigning og slabb þar uppfrá þegar við vorum að vinna þar í dag.
Það komu nokkrir dagar sem voru góðir og nóg að gera en því miður læðast slysin að fólki eins og gengur og gerist.
Fólk hefur eflaust tekið eftir nýju miðagæjunum og miðunum í bláfjöllum og er þetta tilraun og ef vel gengur þá mun þetta vera komið í allar lyftur á næsta ári.
fólk hefur tekið þessu misvel en mér líst mun betur á skynjara dæmið með árskortin en að renna dagkortunum í gegn,sjálfur myndi ég fá mér árskort uppá þetta að gera,að þurfa ekki að taka passan upp í hvert skipti.

Fólk hefur brugðist misvel við en fyrstu dagarnir voru undarlegir en sumir voru pirraðari en aðrir og ekki bjargaði beljuhúfan mér góða að koma fólki í gott skap þá :(

Opnun á skálafelli er í undirbúning og þegar opnar mun beljuhúfan fylgja mér þangað um leið og færi gefst :)

persónulega fíla ég skálafell mun betur vegna ýmissa aðstæðna.

ég vona bra að veturinn muni koma með snjó og meiri snjó.
Ef þið viljið koma með ábendingar þá er það fínt mál hvað við getum lagað eða bætt hvortsem það er í bláfjöllum eða skálafelli.
Ef þið hafið áhuga á snilldarhúfu eins og ég náði mér í (beljuhaus) þá get ég athugað málið :)
-Marcinko