…í Bláfjöll hljómaði svo auðveldlega. Ég hef aldrei nokkurn tímann á ævi minni haft jafn rangt fyrir mér.
Ég vaknaði klukkan níu eldhress og hringdi í Bjarka og vakti hann. Stuttu seinna hringdi ég í Ásu og vakti hana líka. Löngu seinna hringdi ég aftur í Bjarka og vakti hann aftur. Eftir smá tíma var allt að verða til. Svo var haldið heim til Ásu að ná í dót og bera til Bjarka og eftir það upp í Bláfjöll.
Eftir mörg stór orð um að byrja á stóru brekkunni, sem ég ætlaði að byrja á jafnvel eftir að ég var kominn þangað, tókst Bjarka sem betur fer að snúa mér að litlu brekkunni. Miðað við gengi mitt í henni væri ég enn í hinni brekkunni ef ég hefði farið í hana. Fyrsta ferðin var vel sársaukafull og blaut og fékk ég að heyra það að ég “væri skemmtilega hvítur”.
Önnur ferðin var öllu skárri en þá náði ég nokkurn veginn taki á að bremsa, eitthvað sem hefði mátt koma í fyrstu ferðinni. En þessi var vel sársaukafull líka. Þarna sá ég brekkuna, það var snókoma í fyrstu ferðinni, og hugsaði að ég hefði frekar viljað hafa snjókomuna áfram.
Þriðju ferðina fór ég í barnabrekkuna, eitthvað sem ég myndi ekki vilja upplifa undir sextán ára aldri. Ferðin upp var þó öllu verri en ferðin niður, eftir að hafa sagt skoðun mína á aumingjum sem missa takið og detta í skálalyftu mátti ég auðvitað ekki detta né missa takið. Ég kom upp milli lífs og dauða, skjálfandi í löppunum og með engan mátt í höndunum, sem hefur ekki enn skilað sér, og datt niður uppá toppnum.
Þar sem röðin var svo löng nennti ég ekki í aðra ferð og ákvað að fara inní skála.
Við vorum svo sótt klukkan sex og héldum heim á leið. Ég hef sjaldan verið jafn ógeðslega þreyttur og sofnaði í bílnum á leiðinni heim.
Þetta hefði verið mun skemmtilegra hefði ég getað eitthvað, en ég skemmti mér þó ágætlega og get hugsað mér að gera þetta aftur, bara byrja í minni brekkum en eru þarna.