Við nokkrir fórum þarna uppeftir áðan og ætluðum aðeins að kíkja á boxið og hugsanlega endurstilla það því við sáum að kantarnir voru byrjaðir að færast frá hvorum öðrum. Við komum þarna og mokuðum boxið upp (það var alltaf hálft í kafi) en þegar við komumst alveg undir það vantar löngu spýturnar sem halda boxinu alveg beinu = samskeitin bein
Þið getið séð þessar spýur hér
Þær liggja undir löppunum eftir endilöngu boxinu, við sjáum þegar á líður að þessar spýtur eru ekki þar sem þær eiga að vera þannig boxið er orðið allt skakkt sem passar við að samskeitin voru ekki góð (samt virkuðu) og þegar við síðan náum boxinu öllu upp úr þessari holu sem var komin þá finnum við þessar tvær spýtur hvergi (og mikið var mokað í viðbót). Auk þess var búið að rífa a4 blaðið sem ég batt við boxið af með símanúmeri mínu (blaðið var í plasthulstri og það var eins og einhver hefði bara rifið þetta plasthulstur í tvennt það er frekar erfitt)
Mín spurning er þessi, hefur einhver hér verið á boxinu (það er allt í lagi) og getur einhver gefið mér upplýsingar um hvar þessar spýtur eru (t.d. sá einhver að boxið var farið að fara af þessum spýtum)og hver hugsanlega reif þetta blað af og hvað þá menn eru að pæla???
Það er öllum velkomið að nota okkar dót svo lengi sem þetta má vera uppí skálafelli í friði þannig allir tapa ef þetta er eyðilegt!!
Endilega sem flestir að leggja orð í belg
Kv Tómas