Það voru bara þrjár lyftur opnar. Það voru Jón Oddur (Ármannslyfta 1), Jón Bjarni (Ármansslyfta 2) og Amma dreki (barnalyfta í Suðurgili). Svæðið var opið frá 11:00 - 16:00.
Í fjallinu var nægur snjór og það hefði verið hægt að opna fleiri lyftur en að því mér var sagt þá vantar þá mannskap þarna uppfrá og gátu þeir þessvegna ekki haft hinar lyfturnar í gangi.
Færið var æðislegt. Þurr troðinn púðursnjór og alveg geðveikt púður ef maður fór aðeins út fyrir brautina.
Veðrið var eins og það gerist hvað best í Bláfjöllum sól með köflum, 4 stiga frost og NV 2m/s. Þegar tók að líða á daginn féllu svo nokkur snjókorn úr lofti.
Ég vona svo sannarlega að þeir hafi opið á morgun, mánudaginn og þriðjudaginn og opni fleiri lyftur en þeir gerðu í dag. Samhvæmt veðurspánni á nefnilega að rigna seinnipartinn af næstu viku :(
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.