Þetta er kopí/peist af grein sem ég var að skrifa inn á bigjump.is. Skelli henni líka hér inn í þeirri von að hún skapi kanski skemtilega umræðu.

Í Fréttablaðinu, laugardaginn 20 ágúst, á bls. 54 er að finna smá grein sem ber titilinn: “Inni og Úti”. Í greininni nefnir höfundurinn þrjá hluti sem honum/henni finnst vera inni eða úti og færir síðan smá rök fyrir skoðun sinni.

Eftifarandi hlutir eru inni eða úti að mati greinarhöfunds fréttablaðsins (taka skal fram að það sem er innan gæsalappa er tekið orðrétt úr Fréttablaðinu):

Inni:

- Skíði: “Konungur vetraríþróttanna. Skíðafólk líður um brekkurnar eins og englar með sýna straumlínulöguðu líkamsstöðu og glæsilega fas. Það er líka áberandi smart í tauinu í aðsniðnum skíðabuxum og Head-jökkum. Skíðafólk eltist heldur ekki við tískubólur því það sýnir sinni tignarlegu íþrótt tryggð.”

- Viðbein: Jamm, viðbein eru inn og hverjum er ekki sama af hverju.

- Of Víð föt: Það er einhver ægilega ófrumleg ástaða fyrir því að of víð föt séu inni.

Úti:

- Snjóbretti: “Hvenær ætlar þessi bóla eiginlega að springa? Snjóbrettið kemst ekki í hálfkvist við skíðin hvað varðar reisn og stöðu. Það er eitthvað svo unglingalegt við snjóbrettið að fullorðið fólk verður afkárlegt á því. Snjóbrettafólk klæðist líka einstaklega gelgjulegum fötum í sínum pokabuxum og blöðrustökkum. Svo ekki sé nú talað um líkamsstöðuna því blessað fólkið lítur út eins og það sé að reyna að ganga örna sinna.”

- Áreynsluskora: Brjóstaskora er úti, damn….

- Of Þröng föt: Of víð föt inni þar afleiðandi hljóta of þröng föt að vera úti.

Mér finnst þessi inni og úti “grein” eiginlega bara fyndinn því hún er svo fáránleg. Hún fer samt sem áður dáldið í taugarnar á mér og því ætla ég að gagnrýna hana aðeins hér fyrir neðan.

Mér finnst greinahöfundur fréttablaðsins hafa lítinn sem engan skilning eða vit á því sem er að gerast í heimi vetraríþrótta og er greinin að mínu mati full af röngum fordómum. Ég skil ekki að fólk sé enþá að reyna að búa til einhvern ríg milli skíða- og brettafólks. Mér er alveg sama hvernig fólk kemur sér niður brekkur landsins svo lengi sem það hefur gaman að því sem það er að gera. Auðvitað er hægt að telja upp endalausar misgóðar sögur af bæði skíða og brettafólki en á það ekki við um alla hópa í þjóðfélaginu?

Staðreyndin er sú að snjóbretti hafa haft mjög jákvæð áhrif á skíðaíþróttina. Áður en snjóbretti fóru að riðja sér til rúms var skíðaíþróttin hálf stöðnuð þeas hafði ekki breyst mikið. Snjóbretti gerðu það að verkum að menn fóru að hanna öðruvísu skíði sem eru meira notendavænni. Ég byrjaði að æfa skíði þegar ég var 6 ára þá gat maður bara valið um mjög fáar tegundir af skíðum (svig/brun/göngu) í mismunandi stærðum. Ég fór fyrst á snjóbretti þegar ég var 11 ára og hef ekki stígið á skíði síðan ég var 14 ára, ég er 27 ár í dag. Aðal ástaðan að ég hætti algjörlega á skíðum og fór yfir á snjóbretti er sú að snjóbretti buðu upp á miklu meiri möguleika til leiks og skemmtunar (að mínu mati). Núna í dag getur fólk valið um svig, carving, freetyle skíði svo nokkrar tegundir séu nefndar. Carving skíði er þau skíði sem eru vinsælust í dag og þau voru upprunalega þróuð út frá snjóbrettum. Þegar snjóbrettaiðkun var að vaxa sem mest og skíða framleiðendur sáu fram á mikið tap í skíðasölum höfðu þeir um tvennt að velja. Annað hvort að framleiða líka snjóbretti eða búa til nýja tegund af skíðum sem væru meira í anda þess sem hægt er að gera á snjóbretti. Út frá þessu urðu carving og freestyle skíði til.

Í Evrópu er Freestyle skíði sú vetraríþrótt sem er að vaxa hvað mest. Freestyle skíðafólk klæðist sama fatnaði og snjóbrettafólk og notar sömu aðstöðu (palla, box, handrið). Það er sama menning bakvið snjóbretta og freestyle skíðaiðkun. Það má endalaust deila um tísku og útlit en staðreyndin er sú að það er miklu þægilegra að renna sér í víðum fatnaði þegar maður er á snjóbretti. Snjóbettatískan hefur smitað skíðatískuna mikið og gert það að verkum að fólk hefur meira val þegar það velur sér vetraríþróttafatnað. Það finnst mér bara jákvætt. Mér er alveg sama hvernig fólk lítur út þegar það er að renna sér svo lengi sem það hefur gaman að því sem það er að gera. Mér er hins vegar ekki sama hvernig ég lýt út og er það náttúrulega bara bölvað merkja snob hjá mér.

Ég efast um að greinahöfundur Fréttablaðsins hafi nokkurn tíma stígið á snjóbretti og hún/hann fer örugglega á skíði einu sinni til tvisar á ári svona rétt yfir páskana til að sýna sig og sjá aðra (smá fordómar af minni hálfu). Ef hún/hann myndi hins vegar mæta upp í fjall á venjulegum vetrardegi myndi hún/hann greinilega sjá að mikill meirihluti viðskiptavina fjallsins eru brettafólk. Ég býð hér með greinarhöfund Fréttablaðsins í ókeypis brettakennslu í þeirri von að leiðrétta þær ranghugmyndir sem hún/hann hefur.

Svo er náttúrulega bara fáranlegt að segja að of víð föt séu inni og gagnrýna síðan þau of víðu föt sem brettafólk klæðist. Hvað þá að brjóstaskorur séu úti, ég meina come on!!! Ég gæti haldið endalaust áfram að röfla en rek punkt í þessa gagnrýna mína með þeirri fullyrðingu að greinahöfundur Fréttablaðsins hafi lítið sem ekkert vit á því sem er inni eða úti. Hún/Hann ætti að eyða meiri tíma í að leika sér úti heldur en fýlupúkast inni og setja saman misgóðar greinar.

Það er inn að vera úti……………..

Heilsaaaaaaaaaaaaaaaa

Geiri

geiri@bigjump.is

Ég byðst svo velvirðingar á öllum stafsetningarvillum en það hefur lengi verið vitað að ég er málhalt helvíti.