Var að henda þessari frétt inn á bigjump.is, ákvað samt að skella henni hér inn líka í þeirri von ap hún skapi kanski smá umræðu.

Mörgum lýst náttúrulega ekki á það hvernig síðustu vetrar hafa þróast og hafa menn verið að horfa til hina ýmsu fjalla og hóla til að reisa lyftur fyrir snjóbretta og skíða áhugafólk. Ég nota orðið brettasvæði því þetta er jú alveg eins brettasvæði eins og skíðasvæði.

Það nýjasta nýtt er að menn eru að spá í að reisa lyftur í Tindfjöllum. Veit svo sem ekki á hvaða stigi þær vangaveltur eru komnar. Það var alla vega frétt um þetta í gær á RÚV, þið getið skoðað hana inn á vef RÚV.

Maður heyrir margt í þessum vetraríþrótta málum, en hvað verður svo sem framkvæmt veit maður ekki. Aðrar pælingar sem ég veit um að hafa verið í gangi eru:

- Kláfur efst upp á Hlíðarfjall. Ég heyrði fyrst af þessum hugmyndum í kringum 1995. Sá meira að segja kyningu fyrir þetta og alles. Efast samt að þetta verði gert einhvern tíman á næstunni ef þetta verður nokkurn tíman gert. Væri samt nokkuð svalt og myndi stækka og opna fullt af möguleikum í Hlíðarfjalli. Síðan er það hið besta mál að starfsmenn Hlíðarfjalls eru byrjaðir að setja upp snjóframleiðslu kerfi. Ég hef heimildir fyrir því að það verði ein snjóbyssa hjá “halfpæpinu” sem þýðir vonandi að halfpæpið rísi næsta vetur.

- Lyfta upp á Kaldbak í Eyjafirði. Kaldbakur er frábært svæði með fullt af möguleikum fyrir snjóbretta og skíðafólk. Það hefur lengi staðið til að setja lyftu þarna upp en ekkert svo sem gerst svo ég viti. Það er lítið mál að hæka þarna upp eða bruna upp á sleða en lyfta yrði óneitanlega svalur kostur. Ég vildi gjarnan sjá lyftu þarna upp og vona að það gerist sem fyrst.

- Lyfta efst upp á Snæfellsjökul. Það er lyfta þarna, en hún er hálf ónýt og ekki mikil (engin) nýting á henni. Ég hef í auknum mæli heyrt frá hugmyndum um að setja lyftu þarna upp. Ég veit á bæði ÍTR og Ólafsvíkur bær eru að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Mér finnst því ágætis líkur að þetta gæti orðið að veruleika sem er bara frábært.

- Innanhús snjóbretta og skíðaaðstaða. Víða erlendis finnur maður svo kölluð snowdome sem er hægt að renna sér innanhús allan ársins hring. Maður heyrir annars lagið af einhverjum plönnum manna að reisa svona á Íslandi. Það nýjasta sem ég heyrði var að það ætti að reisa svona í Úlfarsfelli og þetta ætti að vera klárt fyrir 2010. Get samt ekki staðfest neitt 100%. Þetta er óneitanlega dýr kostur en gæti hentað vel á Íslandi þar sem maður þarf ekki að pæla neitt í veðrinu.

- Dryslope. Hef oft heyrt hugmyndir um það að það standi til að leggja svona dryslope einhvers staðar. Menn voru að pæla í Ártúnsbrekkunni og jafnvel einhvers staðar í Bláfjöllum. Held meira segja að ÍTR hafi skipað nefnd sem átti að athuga þetta, er samt ekki 100% viss. Þetta gæti verið ágætis kostur en samt ekkert spes að renna sér á þessu.

Jamm, þetta voru bara svona nokkrar pælingar sem ég hef heyrt af. Mikið pælt og meira spælt hvað verður svo að veruleika er nánast ómögulegt að spá fyrir um.

Þið hafið svo barasata samband ef það er eitthvað

Hilzzzzzzzzasssss

Geiri

geiri@bigjump.is