Var að hugleiða hversu mikið vér snjóbrettamenn hötum skíðafólk.
Ég persónulega hata krakka sem æfa skíði(flesta allavega) því þeir eru lang flestir svo frekir að það er EKKI fyndið. Svo eru flestir strákarnir svo miklir Egó-istar að það er heldur ekki fyndið.
Mikið af fullorðnu fólki lítur aðeins of mikið niður til manns og er alveg sama þótt það svíni feitast fyrir mann… en þau eru auðvitað bara brútal fífl.
Ég ætla samt ekki bara að vera með eitthvað skítkast útá skíðafólk.
Margur snjóbrettamaðurinn æfir skíði en fer svo á snjóbretti þegar æfingunni er afstaðið.
Gleymdi líka að segja að þessir skíðabúningar gætu ekki verið mikið hommalega hommalegir.
Ég er ekki að segja þetta allt útaf bara einu atviki, heldur MÖRGUM.
En svo eru líka margir sem hafa skíði bara sem áhugamál og eru mjög kurteis.
Dæmi:
Þegar ég var að hefja minn feril á snjóbretti var ég nokkuð minni og lenti í lyftu með pari á þrítugsaldri í liftunni í Hlíðarfjalli. Ég var ekki búin að ná tökum á því að fara úr stólnum án þess að detta síðar, svo ég sagði þeim að passa sig því ég myndi alveg áreiðanlega detta og gæti lent utan í þeim. Þau brostu bara og sögðu ok… svo þegar við vorum að fara úr tók maðurinn í hönd mína og hélt í mig þangað til við vorum stopp þannig að mér gengi betur. Síðan þá hefur mér alltaf gengið vel að fara úr liftum:)
Ef sá náungi er að lesa það má hann eiga það að ég gæti kysst hann fyrir að hafa gert þetta=D
Svo er alveg hægt að blóta skíðafólki meira.
T.d. fyrir að rústa pöllum sem það á EKKI að vera á og eiðileggur þarna kanntin á kvikindinu svo að maður þarf annað hvort að lagaða eða skipta um parl.
Svo þegar maður er að bruna niður hlíðarnar á bara hvaða skíðasvæði sem er eru oft fólk sem er ekkert allt of reynt á skíðum sem fer fram og til baka fram og til baka og er alltaf fyrir! Maður hefur kannski ekki oft klesst á fólk en ég hef þó nokkuð oft farið yfir skíðin hjá fólki, og ég veit að ÉG á að passa mig, en þá er bara um að gera að farta bara niður og bara halda sér í fjarlægð frá fólkinu.
Virðingarfyllst Fjarhundu