Kæra brettafólk.
Ákvað að létta á kúgunarmiklu hjarta mínu og senda hér inn grein.
Nú er svo komið að við fullorðnu(yfir 16 ára) getum keypt okkur inn á skíðasvæðin í nágrenni RVK fyrir 1200 krónur, á tilboði.
Annars kostar það 1300 virka daga og 1500 um helgar.
Einungis eru seld dagskort, mánaðarkort og árskort.
Mánaðarkortin eru á 8000 krónur.
Árskortin eru á 16000 krónur.
Dagskortin eru eins og áður sagði á 1300 og 1500 kr.
Nú hef ég þrisvar lent í því að koma upp í fjall milli 6 og 7 á kvöldin. Þrátt fyrir að geta bara rennt mér í 2-3 tíma þá þarf ég að borga heilar 1200 kr(eins og tilboðið mikla lætur af) eða nánar tiltekið 4-600 krónur fyrir klukkutímann.
Mér er spurn: Er þetta ekki öfug þróun?
Á ég sem kúnni ekki rétt á að nýta það kort sem mér er skipað að kaupa til þess að renna mér í fjallinu í að minnsta kosti 7 klukkustundir, líkt og venjuleg opnun varir og telst heill dagur fyrst ekki er hægt að kaupa hálfsdagskort.
Ég held að breytinga sé alvarlega þörf á þessu sviði. Mér finnst það dýrt að vera að borga hátt yfir þúsund krónur fyrir að vera á bretti í svo lítinn tíma og þá sér í lagi að ég er fátækur námsmaður og ástríðan ein gæti verið að kosta mig mánaðarlaunin í einhverjum lyftukortum.
Ég veit að ég get keypt árskort. Ég hef gert það, nokkrum sinnum, en það hefur ALDREI borgað sig upp sökum snjóleysis.
Er ekki málið að það vantar samkeppni inn á markaðinn?
Bíddu…við eigum þrjú skíðasvæði innan ramma Reykjavíkur…..öll eru þau undir sama hattinum. Öll komast þau upp með einokun og kúgun og þá er það ekki einungis í lyftukortum heldur einnig inni í skála….það er rááán að kaupa sér fæði þar.
Hver man ekki eftir því í gamla daga þegar hálfsdagskortin voru við gildi? Þá var gaman.
Að mínu mati ætti að lækka gjaldið allverulega eða þá að koma aftur með gömlu góðu hálfsdagskortin.
Gæti ekki verið ráð að veita einhverskonar námsmanna afslátt, líkt og á mörgum stöðum í verslunargeiranum… eða jafnvel það að þeir sem sitja í samráðsnefnd snjóbrettamanna gætu barist gegn blóðþyrstri kúgun þessara einokunarsinna.
Við sjáum að börn borga 500 og fullorðnir 1200, á tilboði.
Er það gefið að allir fullorðnir séu helgarskíðapabbar með skítnóg af seðlum?
Er ég að fara með fleipur er ég segi Brettafélagið ekki vera með díl á svæðin í boði, ef svo er leiðréttið mig. Að mínu mati er Brettafélagið samt sem áður að vinna gott starf og það starf er nauðsyn.
Við sem neytendur eigum ekki að láta bjóða okkur svona asnalegheit og öfgar.