Fyrr í dag fór ég í Underground að kaupa puttabretti. Gamla brettið brotnaði þegar ég gerði 1080 flip niður af sjónvarpinu mínu, öxullinn sprakk! En alla veganna, ég keypti mér World Industries bretti, blátt, geðveikt kúl. Ég verð bara að segja að þessi Tech Deck bretti eru snilld og ég mæli eindregið með þessu. Ég fór snemma í dag að kaupa brettið og er búinn að vera alveg síðan, í allan dag á þessu tryllitæki. Þetta er geðveikt þægilegt, það er hannað alveg eins og alvöru bretti, það er bogar í þessu og allur pakinn. Það fylgir lítill Skate-key með þessu, auka dekk og skrúfur, svona “popp plata” sem maður lætur undir öxlanna til að fá meira popp og svo nokkrir litlir límmiðar.
Svo er líka hægt að kaupa þarna svona puttabretta skate-pörk. Vinur minn keypti sér svona átta tröppur með raili og bunki hliðan á tröppunum. Svo var líka hægt að keypa fleirri svona pörk. Alla veganna fyrir þá sem vilja kaupa sér svona Tech Deck bretti þá fæst þetta í búðinni Underground sem er hinum meginn við götunna frá Ingólfstorgi.
Ég mæli með þessu og vona að sem flestir fá sér svona tryllitæki því þetta er algjör snilld.
*Adios*
Skateboarding is not a CRIME!