Í tilefni opnunar glæsilegrar stólalyftu í Bláfjöllum í vetur er efnt til samkeppni um nöfn á allar lyftur í Bláfjöllum. Skila þarf tillögum inn á vefinn fyrir 15. desember næstkomandi. Úrslit verða síðan kynnt þegar lyftan verður formlega opnuð í janúar næstkomandi.
Reglur
Óskað er eftir nöfnum á allar þær 14 lyftur sem eru í Bláfjöllum. Tillaga telst ekki gild nema að fram komi nöfn á allar lyftur. Nöfnin eiga helst að tengjast á einhvern hátt með einhverskonar þema. Dómnefnd er heimilt að hafna öllum tillögum eða taka hluta tillagna til greina. Fyrstu verðlaun verða einungis veitt ef heildstæð tillaga verður valin frá einum keppanda. Að öðrum kosti fá þeir aðilar sem eiga nöfn sem verða fyrir valinu 2. verðlaun.
Verðlaun
1. Verðlaun skíðapassi fyrir fjölskylduna sem gildir í 5 ár auk vöruútektar á útivistarvörum að eigin vali fyrir samtals 100.000 kr.
2. Verðlaun skíðapassi fyrir fjölskylduna sem gildir í 1 ár auk útivistarfatnaðar að verðmæti 20.000 kr.
Auk þess verða dregin út glæsileg útdráttarverðlaun úr öllum innsendum tillögum sem uppfylla skilyrði keppninnar. Meðal útdráttarverðlauna er útivistarfatnaður frá Cintamani og barnaskíða/brettapakkar frá Markinu.
þetta er btw tekið af www.skidasvaedi.is og svo eikvað hægt að lesa á bigjump