- Hvenær: Miðvikudaginn 3. Nóvember kl 19:30
- Hvar: Skrifstofum Allied Domecq, Tunguháls 11, 110 Reykjavík
- Dagskrá: Starfsemi síðasta veturs kynnt, Reikningar síðasta veturs lagðir fram, Spurningar og Svör, Ný stjórn Brettafélagsins kosinn.
Við ætlum að reyna að bjóða fólki upp á léttar veitingar, hvort sem það verður bara Mountain Dew eða 50 manna köku veisla frá Jóa Fel kemur í ljós. Það gæti líka vel farið svo að við sýnum einhverjar skemmtilegar brettamyndir. Stefnum á að þessi fundur taki ekki lengur en 2 klst.
Ég (Geiri) mun sjá um að kynna starfsemi síðasta veturs og Rafnar Gjaldkeri mun sjá um að kynna reikninga Brettafélagsins. Steinarr Lár brettadúd er skipaður fundarstjóri og mun því stjórna aðgerðum eins og herforingi.
Kosið verður í eftirfarandi embætti í stjórn Brettafélags Íslands 2004/2005
- Formann
- Gjaldkera
- Ritara
- 2 x Meðstjórnendur
Stefnan er að þessir aðilar munu dreifa jafnt með sér þeim verkefnum sem falla til. Allir sem mæta á fundin hafa kosninga rétt og allir geta boðið sig fram í stjórn.
Þeim sem mæta á fundin verður síðan að sjálfsögðu gefin kostur á því að leggja fram spurningar og tillögur.
Nú skora ég á alla brettamenn að mæta á fundin og hafa áhrif á það hvernig Brettafélag Íslands er stjórnað. Brettafélagið vantar líka duglega einstaklinga í stjórn og hvetjum við því flesta til að bjóða sig fram.
Ef það er eitthvað sem er óljóst hafið þá endilega samband við mig……
Sjáumst á fundinum
Geiri Núverandi Formaður Brettafélags Íslands
Email: geiri@bigjump.is
Gsm: 8623478
Ég var svo að setja inn nýtt video á www.bigjump.is. Fékk það frá honum Stebba og það er tekið á IPP 2004 og er af honum Chad Otterstrom að slamma og tjékk it át: http://www.bigjump.is/?i=38&expand=38&browsecatalog=1=131-15_=-_