Jæja kæra brettaáhugafólk, þá er komið að því!

Ég hef ákveðið að hætta sem stjórnandi áhugamálsins /bretti, eftir rúmlega 2 ára stjórnun, þar sem mér finnst vera kominn tími til að einhver annar taki við af mér.

Ég ætla því að gefa ykkur, sem hafið áhuga, tækifæri á að vera eftirmenn mínir með því að senda umsókn til mín.


Í umsókninni vil ég að þið takið fram:

1) Aldur.
2) Hversu lengi þið hafið verið virk á huga.is
3) Afhverju þið væruð góð sem stjórnendur.
4) Hverns konar internet tengingu þið séuð með og hvar þið komist helst inn á huga (t.d. heima, skólanum, vinnunni).
5) Það væri reyndar líka mikill plús ef þið takið fram hverns konar störfum þið hafið verið í.
6) Hvaða reynslu þið hafið af brettum.

Aftur á móti vil ég að þeir sem sækja um uppfylli nokkur skilyrði:

1) Hafi náð 16 ára aldri.
2) Kunni nokkuð vel fyrir sér í html.
3) Stundi bretti, hvort sem er snjó- eða hjólabretti.
4) Sé ábyrg/ur.
5) Komi inn á hugi.is amk einu sinni á dag.
6) Hafi sent inn nokkrar greinar á áhugamálið og sýnt þannig fram á að viðkomandi sé ágætis penni.


Þið getið sent mér umsóknir í gegnum skilaboðin og ég staðfesti móttökuna með því að senda ykkur skilaboð til baka.

Það fer alveg eftir því hversu margir sækja um, en ég stefni á að nýr stjórnandi verður tekinn við 1. sept.

Til að byrja með mun ég vera óvirkur meðstjórnandi og ef allt gengur vel þá hætti ég með öllu fljótlega eftir það.

Þá vil ég bara þakka fyrir mig og ég vona að sem flestir sækji um.

Kv. Ásta