Jæja kæra fólk.
Ég tók eftir því að það voru 2 litir á þessu frábæra áhugamáli, annars vegar blár litur á bannernum og hins vegar rauðbrúnn litur á áhugamálinu sjálfu.
Rauðbrúni liturinn er búinn að vera nánast frá því hugi byrjaði og ég get sagt að hann var orðinn vægast sagt rosalega þreyttur, þannig að ég fór að versla nýtt look á /bretti og fannst þessi blái litur bara hæfa mjög vel.
Frá “Brettaklippukorkinum” að frétta, þá eru þannig mál í vinnslu, en JR vill ekki lofa mér neinu svo við þurfum bara að bíða spennt og sjá til hvort þessi langþráði korkur skjóti ekki bara upp kollinum hérna einn daginn.
Og svo eru það vinsældir áhugamálsins… eitthvað virðast þær vera að dala þar sem við erum núna í 57. sæti með 9022 fléttingar og hlutfallið 0,22%. Það er kannski skiljanlegt þar sem það er búið að vera mjög gott veður og allir auðvitað búnir að vera úti að skeita, right?!
Kveðja,
Ásta P