Hvannadalshnjúkur og IPP Já, það eru margir þarna úti sem halda að veturinn sé búinn og fer bara að pakka saman draslinu niður í geymslu, en raunverulega er aðaldæmið eftir.

Maður vissi nú í allan vetur að IPP ætti að vera þannig maður gat alltaf huggað sig við það ef lítill snjór var í bænum og ekki hægt að fara á bretti en núna hefur ISA í samvinnu við Íslenska Fjallaleiðsögumenn bætt við ferð sem verður farin uppá Hvannadalshnjúk..

Þátttakendur verða að mæta í búðir Íslenskra Fjallaleiðsögumanna, tjaldstæðinu Skaftafelli, að kvöldi föstudagsins 14. maí og stefnt er á að leggja af stað upp klukkan 05:00 á laugardags morgun. Sunnudagurinn verður hafður til vara vegna veðurs
Þetta er hrein snilld því maður hefur ekki kynnst almennulegu freeride og ég hvet alla að mæta sem eru yfir 16 ára….. og er gert ráð fyrir að allavega verið hægt að ræda 6 km niður sem er alveg ágæt vegalengd.

Það verður labbað upp sem mér finnst persónulega skemmtilegra engar vélar né neitt, bara í móðurnáttúra í öllu sínu veldi !
(þýðir ekkert að vera taka troðara upp og bretta síðan niður uss!!)

Síðan er það IPP sem er meira í formi freestyle og verður þetta alltaf sterkara og sterkara með hverju árinu sem líður..

svona verður þessu hagað í vor :

vika 1: sunnudagur 22 Mai - sunnudags 29 Mai

vika 2: sunnudagur 29 Mai - Sat 5 Jun

það kostar 1000 kall í parkið á dag en kannski eitthvað ódýrara ef við verðið alla vikuna..

síðan eru þeir að segja að það verði kannski meiri aðgangur að vélsleðum til þess að fara annað á jökulinn, rampur og ný rail sem líta dagsins ljós… Nikita er aðal sponzorinn..

hafði þetta bara stutt um þetta en vill aðalega ath hvert fólk er að fara…..hvað segiði ?

Heimildir: www.bigjump.is
www.icelandparkproject.com

Tommi - go-riding