Eftir að hafa filmað Sorry svo lengi, þá ákvað flip teamið að gera annað, úr afgöngunum af Sorry, og nokkrum nýjum tökum. PJ Ladd joinaði teamið, rétt áður en þeir gáfu út Sorry, og þannig að hann á part í henni. Svo var það annað lítið am Danny Cerezini, sem var líka í því. Hún er u.þ.b 30 mín. Þetta er mjög vel klippt, og vel filmað. Tónlistin, er góð. Þetta er mitt persónulegt eftirlæti. Og mæli með því
Arto Saari: Hann byrjar þetta myndband, í staðin fyrir að enda það. Hann er með mjög góðann part, þó ekki eins góðan og í Sorry. Hann er með þetta týbíska technical skate, og er að reilast og tröppast. Frábær partur, frábær skater.
Geoff Rowley: Uppáhaldið mitt. Þetta byrjar á öllu svörtu. Svo fer einhver gaur að bulla eitthvað “I am the black nightmare king” bara eitthvað rugl, svo magnast röddinn, og verður sífelt grimmari, og þá tekur Geoff, rosalegt gap! Og þá var maður búast við einhverju háværi punk-rokki, en þá kemur bara sæt melódía, sem passaði mjög vel, hann var með flottann part, en þó ekki flottari en í Sorry.
Ali Bulala: Ég hef ekkert svo mikið dálæti af honum. En hann er alveg fínn. Samt sem áður á hann ekki skilið að vera pro, fynst mér. Hann er með minni fíflalæti, en í Sorry. Og talsvert flottari. Hann er að taka rosa tröppur í switch, og svaka göp. Alveg ágætur partur.
Danny Cerezini: Góður am, hann er með mjög stuttan part, en sýnir að hann getur eitthvað, hann er mest að hamast á skökku pic-nic table-i. Og svo tekur hann eitt back lip, á raili.
Tom Penny: Helmingi betri partur en í Sorry. Hann alveg fínn skater, og er með góðann part.
Bastien Salabanzi: Hann er ótrúlega flinkur, og hefur þroskast mikið síðan úr Sorry. Og mér finnst hann vera með flottari part heldur en úr Sorry. Hann er alveg ótrúlegur. Hann tekur að meðal annars FS Cap Kickflip niður rosa tröppur, sem ég nátturulega gapti yfir. Hann er með einn af bestu pörtunum í þessu myndbandi.
PJ Ladd: Ok, hann er sagður vera framtíð brettalífsins, og hann er það auglóslega. Það mætti halda að hann væri tvíkynhneigður í stöðunui (Goofy & Regular), hann er að taka meira en helminginn af partinum sínum í switch. Ég segi bara, að sona eiga skater-ar að vera. Hann kaus að hafa enga tónlist, sem mér fynst alveg mergjað, því þá nær maður að fókusera trikkin meira, og ná þeim betur. Því stundum lendir maður á svaka pönk-rokki, reynt að klippa þetta rosa þétt og hratt svo þetta líti út fyrir að vera ekkert smá brjálað (*Hóst, Dying 2 Live, hóst*). Hann er svo fáránlega góður í switch, að það er ekki eðlilegt. Hann tekur kickflip 2 fs tail, 360 úr, kickflip 2 bs tail, bigspin út.. í switch (Bara að nefna dæmi). Frábær skeitari, með besta part myndbandsins.
Mark Appleyard: Hann er með geðveikan part. Hreyn schnilld. Hann er líka með bestu pörtum myndbandsins. Ég get ekki gert uppá milli þess parts og Sorry's partsins. Hann er frábær skater, með magnaðann part.
Heildar einkun: 10