Ég fer í fríið Kæru brettarar og brettur!
Eftirfarandi lesefni er smá mont.

Nú ber svo við að undirritaður er á leið til Austurríkis á bretti nk. þriðjudagsmorgun, með daglangri viðkomu í London.
Ferðalagið verður ljósmyndað og vonast ég til að geta sett myndirnar á síðu fyrir alla til að skoða.
Austurríki er nú stórt land. Nánari staðsetning er Schrüns í Montafon-dal í vesturhluta landsins. Upplýsingar um svæðið á www.montafon.at netmyndavélar og fínerí er undir “news”.

Þetta svæði er alls ekki þekkt (amk ekki hér á Íslandi) en þeir sem þangað hafa farið bera því vel söguna. Það ætti að vera hægt að finna lífshættulegar brekkur þar sem ofgnótt er af púðri og dásemd.

Ég á að vera pakka en þess í stað er ég bara að bora í nefið, pikka þessi orð á lyklaborðið og hlusta á Bubba.
Þetta er auðvitað ekki ókeypis en hvers virði eru góðar minningar og brákuð bein?

Læt þetta nægja í bili. Svara spurningum og reyni að bæta upp á það sem vantar………..
Siggibet