ég skrifaði þarna grein um daginn um rútuferðir uppí fjöll. ég ákvað svo að senda inn fyrirspurn en gerði það þó ekki fyrr en í dag og fékk mjög fljótt svar við henni, sem ég reyndar bjóst ekki við þ´vi oftast þegar maður sendir fyrirspurninr e-rt þá fær maður svar viku eftir oftast, liggurvið.
en jæja ég ætla að sýna ykkur það sem ég sendi og svarið sem ég fékk..
————————————————— —————-
þetta er það sem ég sendi :
Hæ, ég og margir aðrir krakkar erum sammála um það að rútuferðir ættu að
vera fyrr, allavgena um helgar.. þá semsagt ef það er opnað klukkan 10 þá
mætti fara rúta kl 10 eða jafnvel 9, og svo mætti fara önnur rúta um 12-1
leitið. ég mundi t.d. komast miklu oftar uppi fjöll ef ferðin væri svo kl 4
heim og aftur kl 6, og ég veit um fullt af krökkum sem eru sammála mér í
því!
ég vona að þið getið eitthvað gert í þessum rútuferðum, eða þá allavegna
reynt að hafa þær fyrr um helgar, því það er hundleiðinlegt að vera ekki
komin uppí fjöll fyrr en um 1 leitið, ég vil geta notað allann daginn..
kveðja Rakel
svo fékk ég þetta svar:
Sæl Rakel
Við ætlum að reyna að hafa aukarútu fyrr á morgnana um helgar þegar kemur
fram í febrúar eða þegar veður fer að batna aðeins. Við vorum með þetta
svona í fyrra eins og þú ert að tala um og satt best að segja var þátttakan
ansi lítil. Þess vegna er þetta svona. En engu að síður ætlum við að prófa
og þá er mikilvægt að þið nýtið tækifærið vel og mætið svo við getum haldið
þeirri þjónustu áfram.
bestu kveðjur,
——————————————- ———————–
Ég er bara mjög sátt við þetta svar, ég minntist nú lítið á virku dagana því það skiptir ekki eins miklu máli og helgarnar, og ekki allir sammála mér um vikru dagana, en flestir sammála með helgarnar…
og eins og þið sjáið í bréfinu hans þá ef við notum þessar fyrri rútuferðir þá kanski verða þær settar alveg í gang!! svo að um leið og við vitum um þessar morgun ferðir þá skella sér BEINT í rúturnar!! :D allir að safna liði og fylla 2 rútur eða e-ð :D hehehe… sona til þess að þessu verði alveg breitt ;)
takk fyrir mig :)
"