Hvað varð um brettagarð?
Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í vetur og hef skemmt mér ágætlega, ágætis snjór og ég var heppinn með veður. Fór svo að velta því fyrir mér þegar skíðasíminn segir dag eftir dag að það sé nægur snjór og þeir hafa ekki einu sinni fyrir því að troða hinn svonefnda brettagarð (sem er alltof stuttur). Í suðurgili síðasta laugardag var ágætis pallur neðst sem hægt var að leika sér á, en hann var líka sá eini. Nú virtist mér nægur snjór í brettagarðinum þegar ég renndi mér niður hann, pikkfrosinn og leiðinlegann, og neðst var einhver rúst af stökkpalli sem hafði bara ekki verið haldið við. Veit einhver hvað málið er, það tekur engann óratíma að halda tveimur sæmilegum pöllum (jafnvel einu quarterpipe) við og kannski að setja upp rail neðst, þetta eitt myndi bæta mikilli fjölbreytni í rennslið hjá manni. Ég persónulega hef nánast ekkert getað æft stökk síðastliðin tvö ár og sé mikið eftir því. Er ekki hægt að fá brettafélag Íslands til að pressa umsjónarmenn fjallsins í þetta, því að ef maður minnist á þetta við starfsfólk gefur það bara skít í mann?