Öll min 4 ár sem ég hef verið á bretti hefur aldrei verið nógu góð viðhöldun á pöllunum sem eru byggðir þarna í bláfjöllum!
Pallurinn sem hefur verið í suðurgili síðustu 2-3 daga hefur verið fínn honum hefur EKKI verið viðhaldið nógu mikið,,síðust tímana í dag (sunnudag 1.feb) var pallurinn kominn með frekar mjög djúp för í hann.
Og flestir fara mjög hratt á hann til að reyna að ná lendingunni og fara ágætlega hátt, og þegar þessi för voru byrjuð að láta vita af sér gátu bailin hjá mörgum orðið frekar slæm, einn handleggsbraut sig og sumir aðrir rétt sluppu við meiðsli, ég var búinn að spurja bláfjalla gaurinn nokkrum sinnum um að troða hann en troðarinn hafði greinilega of mikið annað NAUÐSYNLEGRA að gera.
Hvað getur verið nauðsynlegra en að viðhalda þessum kickerum? Svo sá ég ekki betur en nokkrir troðarar lágu bara í leti einhversstaðar. Miðað við öll þessi slys sem hafa verið á þessum pall undanfarið hafa bláfjllarstarfsmenn ekki lært neitt af því? Mæli með að allir sendi fyrirspurn eða eitthvað til að redda þessu í vetur.
Sjálfur var ég á þessum pall í allan dag og það hefði ekki verið fallegt hefði maður lent á bakinu eða einhverjum fjanda úr þeirri hæð sem maður var í. Mjög létt að óvart að festast í einu farinu og neglast einhvert úti rassgat eins og gerðist við einhverja. Sem betur fer gerðist það ekki við mig eða félaga mína.
-Fredrik-