Núna nýlega (á þriðjudaginn að ég held) slasaðist 17 ára drengur í þegar hann var að reyna við backflipp, fór of langt og lenti á bakinu. Það lá við að hann lamaðist, í fréttinni stóð svo að hann hafi þurft að liggja í brekkunni í klst. þangað til að einhver kæmi til hjálpar (þá meina ég starfsmann)
Einnig var varað við í greininni að koma með skóflur og búa til palla, því þeir sem vinna við að gera pallana eru með þá í réttum halla ofl. og einnig var sagt það væri vel fylgst með pöllunum (SURE!…)
(er ekki Brettasamband Íslands sem sér um pallana?)
Að mínu mati eru tilbúnu pallarnir hreinasta rusl, bara einn helv. klaki. Stekkur af klaka og síðan þetta sem á að kallast lending er klaki með holu ofaní sem er gerð til að láta mann detta.
Afsakið að það kom ekki fram fyrr, en þá fjallar þetta um pallana í Bláfjöllum, af einhverjum ástæðum finnst mér pallarnir í Skálafell næstum alltaf góðir, eiga það til að vera settir á staði þar sem erfitt er að drífa vel á hann.
Allavega þá var tilgangur minn að rakka niður umsjónamenn Bláfjalla, ég get ekki séð að þeir séu svona mikið að fylgjast með pöllunum einsog þeir sjálfir segja (þá er ég að tala um yfirleitt, skilst að strákurinn hafi hoppað á palli sem hann og vinir gerðu)
Og halda áfram að búa til palla, en bara fara varlega, ekki backflippstælast bara svona útafþví.
Eigðu góðan bata piltur og takk fyrir mig
Kv. chong