Ég tel mig hafa séð mikið að þessu nýlega efni brettaheimsins, og það eru aðeins nokkrar sem standa uppúr.. Og núna ætla ég að koma með smá umfjöllun..
..Nú hefst niðurtalningin
——————
Númer 5.. Emerica - This Is Skateboarding
Þetta er ógéðslega smooth myndband. Mér líkar geðveikt vel við myndbönd sem er ekki mikið af rugli í, það kemur eitthvað svo atvinnulega út.. Í þessu myndbandi er beinhart skeit frá upphafi til enda. Heath Kirkhart fer alveg á kostum í því. Þegar maður byrjar að horfa á skatemyndbönd þá eru þau alltaf ferskust og best í endann, líkt og með Sorry, Appleyard partann… Kemur svo ógéðslega brútal og ferkst út..
En skeitararnir eru í þessu myndbandi: Heath Kirkhart, Bryan Herman, Ed Templeton, Austin Stephensen, Braydon Szarfanski, Leo Rornero, Matt Allen, Darren Navatte, Arron Suski, Erik Ellington, Tosh Townend, Chris Senn, Kevin Long og Andrew Reynolds
Bestu partarnir eru að mínu mati með Heath Kirkhart og Kevin Long
Sem stóð uppúr: Run-ið áður en Heath Kirkhart bailar niður eitthvað þvílíkan kannt, Það var eitthvað Back Tail, Fakie Flip, og BHAMM!!.. Kickflip 2 FS 50 - 50 hjá Heath Kirkhart. Og miklu meira..
Tónlistin er fín..
Tótal: 8.0
——————
Númer 4
Toy Machine - Welkome 2 Hell
Þessi er klassík, og á heima á þessum lista.. Hún er frekar Oldschool (á ekki við þessar oldschool seríur í Rodney Mullen stíl heldur sona Gamalt efni).. Elisa Steamer skemmir gjörsamlega myndbandið.. Hún er svo ljót!! .. Djók.. En þetta er feitast nett myndband.. Og er “skildu sýn”..
Skeitarar: Elissa Steamer, Ed Templeton, Brian Anderson, Donny Barley, Satva Leung og Jamie Thomas.
Það sem stóð uppúr: Switch 160 2 Smith með Donny Barley var sick, Og slammparturinn, allur næsum því, en það var eitt, þetta smith á bílnum og síðan þrusast hann frammfyrir sig og lendir á smettningnum og rennur áframm var ógéðfelt. Ed Templeton er algör snillingur, og sama um Jamie Thomas, Og það er svo mikið sem stendur..
Bestu partarnir eru að mínu mati með Ed Templeton Og Jamie Thomas
Tónlistin er frábær
Tótal: 9.0
——————
Númer 3
Zero - Dying 2 Life
Ég var með feitustu eftir væntingar með henni, en hún var feitt neitt og góð, en ég bjóst við betri.. En hún er geðveikt illa klipt á pörtum.. Og Mér fynst ógéðslega lame að sýna kanski hálfann partinn slow, til þess að undir strika það að þetta var erfitt eða eitthvað.. En þetta er vel filmað. Þeir ætluðu að toppa Sorry, en að mínu mati og margra, voru þeir mjög nálægt því.. Þeir fóru um allann heim. En ég held að þetta hafi verið gott Session hjá þeim og þeir haft gaman að þessu.. Er það ekki það sem þetta snýst um?
Skötur: Adrian Lopez, Matt Mumford, Ryan Bobier, Ryan Smith, John Allie, Lindsey Robertson, John Rattray, Chris Cole og Guðfaðir Skate-sins Jamie Thomas
Það sem stóð mest uppúr var: Kickflip 2 Back Lip hjá John Allie.. Nollie heel niður glás af tröppum hjá Lindsey Robertson.. Og.. Hmm.. FS Slide niður feitasta handrail hjá Jamie Thomas og Back Lip-ið niður þetta háa rail og svo endalaust meira..
Ég myndi segja að Jamie Thomas “óvnaði” þetta myndband..
Tónlistin er góð.
Tótal: 9.2
——————
Annað sæti
Flip - Sorry
Ókei, fyrra sumar var ég alveg gripinn, af þessu myndbandi.. Ég horfði á það á hverju kvöldi næstum allt sumarið.. Og miklu oftar.. Ég kunnti það utan af.. Ég vissi alltaf hvaða trikk kæmi næst og bara já!.. Þetta byrjar á þeim sæta parti Appleyards og endar á þeim ljúfa parti Arto Saari's í takt við Bowie, og þá er maður alveg að sofna.. En Þeirra sona theme, var sona hópur kjána, sem kunnu á hjólabretti. Þessi mynd er mesta klassík ever!.. Og ætti heima í efsta sæti.. En það var eitt myndband sem toppaði það.. Þetta myndband er búið að vinna til fjöldra verlauna, og td. Skata ársins titilin eru báðir Geoff Rowley og Appleyard búnir að fá, vegna þess myndband.. Þetta er vel klippt og vel myndað myndband sem allir ættu að eiga. Það eru sona 50 trikk sem ættu að vera sona hægð, en þetta sýnir framm á það hvað þeir hafa mikin mettnað fyrir þessu, að sýna hvernig þetta er í alvöru, ekkert hægt crapp..
Sköturnar eru: Mark Appleyard, Ali Boulala, Alex Chalmers, Bastien Salabanzi, Geoff Rowley, Rune Glifberg, Tom Penny og Arto Saari..
Það sem stóð mest uppúr var Nollie Heel 2 Noseslide run-ið hjá Epplagarðinum og Nollie Crooks, og Nollie Flip 2 50-50.. Bailið hjá Arto Saari. Öll þessi feitustu reil sem Rowley er að taka.. Og þetta myndband er allt snilld!
Rowley, Appleyard & Saari, þeir þrír vitringar.. Voru með bestu partana..
Tónlistin gerist ekki betri..
Tótal: 9.9
Og númer 1..
Dudururudu!
Girl - Yeah Right
Svona á þetta að vera! Með vinum og kunningjum.. Skeitandi í blíðu og hafandi gaman.. Þetta sýnir framm á það hvað bretti fjalla um.. Auk þess er þetta aaaaaaallllggjöör snilld!.. Ég keypti fyrir löngu Girl - Mouse, og mér fanst hún frekar slöpp.. En Yeah Right.. Er snilld.. Þeir hafa leikstjórann Spike Jones sem er algjör snilli, sem leikstýrði næstum öllu, og filmaði helling.. Hann kom með sú brjáluðu hugmynd að stroka út brettin, og gera sona keðju run, og hellings meir.. Hann notaði sona Græn bretti, og svo voru þau bara þurkuð út.. Sama með palla, hann strokaði út nokkra kickera, og manni brá stundum í þessu myndbandi hvað þeir fóru hátt. Eric Koston er feitast sjúkur.. Ég vissi ekki að hann væri sona góður.. Þetta myndband toppar Sorry.. Útaf því að þetta er allt sem er beðið um.. Og meira til!
Skötur: Eric Koston, Rick Howard, Mike Carroll, Rick McCrank, Paul Rodriquez, Brian Anderson, Jeron Wilson, Tony Ferguson, Guy Mariano, Jereme Rogers, Marc Johnson og miklu fleiri..
Það sem stóð mest uppúr var 360 flip 2 nosblunt hjá Eric Koston, og líka Nollie Noseblunt, Switch 360 Heelflip og 180 með niður feitar tröppur.. Marc Johnson tók Thriple flip í benki og tók 540 inward big spin kickflip niður gap, 360 Heel 2 Manual, 360 flip 2 Manual og 360 út og 360 Heelflip yfir götu.. Hmm það er svo margt sjúkt í þessu myndbandi.. Hmm.. Fyrst run-ið hans Rick McCrank var feitt nett.. Og hellings meir.. Já .. og nettasta run sem ég hef nokkrum tíman séð, í byrjun Eric Kostons Partnum: Nollie Nosemanual yfir Pic-Nic table.. Nosegrind á bekki, Ollie af kicker yfir girðingu, kickflip af kicker yfir tunnu, og Noseblunt á Pic-Nic Table-i af kicker..
Bestu partarnir eru með Eric Kostoni (Fór á kostum) Marc Johnson og Rick McCrank..
Frábær Tónlist..
Tótal.. TÍU