Ef þið eruð ekki með eftirfarandi:
1) Ýli
2) Skóflu
3) Snjóflóðastöng
4) Þekkingu
…þá skuluð þið bara sleppa því að fara neitt út fyrir pistina.
Með þekkingu á ég við að þið séuð búin að taka námskeið í notkun þessara tækja (ýlaleit, mat og greining á snjóflóðum, kunna að taka snjóflóðaprófíl ofl.). Ef þið vitið ekki hvað ég er að tala um, þekkið ekki eitthvað af þessum hugtökum skuluð þið læra á þau áður en haldið er af stað.
Bláfjöll eru jafnvel hættuleg á köflum eins og Yakuba benti á, margir hafa lent í snjóflóðum í Esjunni líka og stundum verið nálægt því að drepa sig. Hlíðarfjall er stórhættulegt, stundum eru flóð úr skálinni niður allan dalinn fyrir neðan, YFIR PISTINA. Fyrir nokkrum árum, '97 minnir mig, lenti heil fjölskylda í snjóflóði inni í braut í Cham og dó. Stuð.
Mestu líkurnar á því að komast lifandi úr flóði eru á fyrsta kortérinu. Því verðið þið og þeir sem eru að ferðast með ykkur að standa klárir á öllum þessum atriðum. Allir með ýla, skóflur, stangir og kunna að nota dótið. Þegar björgunarsveitin kemur eru lífslíkurnar komnar úr 80% í 20%. Þegar Recco kemur eruð þið dauð.
Þeir sem ætla að ferðast í fjalllendi ættu að kíkja á nýliðastarf í björgunarsveitum, t.d. www.bjorgunarsveit.is eða á námskeið hjá Íslenska alpaklúbbnum, www.isalp.is.
Freeride er sjittið, skemmtið ykkur í backcountry-inu!