Ömurleg þjónusta hjá týnda hlekknum
Ég er ekkert að fíla týnda hlekkinn núna. Þeir eru með ömurlega þjónustu!!!! maður gæti fengið betri þjónustu hjá 99 ára kalkaðri kellingu í einhverri ömmubúð!!! Ég hef samt ekkert á móti hlekknum, þeir selja frábærar vörur og ef manni vantar eitthvað í sambandi við bretti, þá redda þeir því. En þeir mættu bæta þjónustuna!. ég er búinn að kaupa burton custom(réttara sagt gjafabréf) og áttu bindingarnar að koma í byrjun janúar! en svo var því alltaf frestað. eg hringdi og spurðist fyrir á föstudag og þá var sagt að þær myndu koma í búðina seinna um daginn. svo var sagt að þær yrðu komnar í gær eða dag en NEEEIII! þær voru ekki komnar!!! mer er sagt að þær komi á morgun eða hinn en eg er ekki viss. maður gæti alveg búist við því að þeir kannist ekki við að eg eigi bindingar þarna þegar maður kemur að sækja þær! þeir seigja alltaf að þær komi daginn eftir… Annars er fín og góð þjónusta ínni í búðinni sjálfri. Maður hefur fengið td plaggöt sem eiga að kosta 500 kall frítt eða beðið um skrúfur eða ólar á bindingar og fengið draslið gefins. Vinur minn ætlaði td að kaupa vax, og þá fræddi gaurinn sem var að afgreiða hann um allt í sambandi að vaxa bretti og spara vaxið og aðferðir og allt… Þetta er frábært, en í sambandi við að senda út á land og annað slíkt gæti amma mín gert betur! Ég bý úti á landi og til þess að fá bindingarnar ætlar pabbi(sem býr fyrir sunnan) að ná í þær því að hann er með gjafabréfið. En á hvejum degi, alveg síðan á föstudag hefur hann hringt og sagt orðrétt: HELVÍTIS BINDINGARNAR ERU EKKI KOMNAR, MIG LANGAR MEST TIL ÞESS AÐ KÝLA GAURINN ÞARNA NIÐURFRÁ!!! Og þá langar mig alltaf til þess að smassa símann! já, þetta getur farið í taugarnar á fólki! ég vona að þetta lagist allt!