Vildi bara láta ykkur snjóþyrstu rennslisdruslur vita að það eru nokkrir eðal skólar á norðurlöndunum þar sem að maður getur rennt sér til stúdents.
Ímyndið ykkur að búa á skíðasvæði þar sem að það er pottþétt snjór frá 15 nóvember til enda apríl. Mæta í skólann fyrstu þrjá daga vikunnar og renna sér í pípum og pörkum sem gerast varla betri það sem eftir af vikunni. Keppa reglulega ef það er það sem þið viljið og þið klárið stúdentinn á 3 árum í stað 4 og þið fáið kennararéttindi svo að þið getið unnið sem brettakennarar hvar sem er í heiminum.
Anyways
Svarið bara ef þið eruð að spá í þessu af alvöru.
ps. Svona pakki getur verið álíka dýr og að ganga í skóla hér heima.