Filmur'03
Mér datt í hug að vera með smá umfjöllun á nokkrum af snjó ræmunum sem við eigum von á núna í haust. Mér lýst mjög vel á efnið sem er á leiðinni og fáum við greinilega að sjá margt nýtt þetta árið. Mikið af nýjum rennurum eru að koma fram á sviðið og eru að gera mjög góða hluti. Þetta er engan veginn yfirferð á öllum þeim myndunum sem von er á né er hún neitt rosalega nákvæm en þetta eru allavegana myndir sem ég er spennt fyrir og það sem ég veit um þær.
Þriðja September verður ræma frumsýnd sem kallast Neoproto eftir Neoproto Productions sem er eiginlega litli bróðir Kingpin Prod. (brainstorm, happy hour). Nafnið Neoproto er dregið af forskeytunum “neo”(nýtt) og “proto”(upprunalegt) og er pæling myndarinnar soldið út frá þeim meiningum. Myndinni er spáð góðu gengi en hún á víst að breyta viðhorfi okkar á núverandi bretta ræmu senu sem þykir víst orðin soldið “stale” og þar er ég eiginlega bara sammála að mestu leiti. Pælingin á bak vð ræmuna er reyna að sýna fram á stíl, sköpunarhæfileika og einstaklinginn á bak við rennarann. Myndin er tekin á stöðum svo sem Tahoe, Kanada, Mammoth, Washington, Colorado, Utah, Oregon, Finnlandi og Ítalíu. Í myndinni eru margir af nýjustu og ferskustu rennurunum í brettaheiminum í dag svo sem Robbie Sell og Stephen Duke hjá Santa Cruz, Sean Tedore og Filippo Kratter hjá Nitro, Corey Smith hjá Capita og Chris Hotell hjá K2 og þannig mætti lengi áfram telja. Myndin verður frumsýnd ásamt hinni mynd Kingpin þetta árið sem kallast, back in black og er AC/DC tribute ef marka má titilinn. Sú ræma er ekkert af verri endanum heldur og koma fram í henni MFM, Gigi Ruf, Jeff Anderson heitinn, DCP, Scotty Shitcake, Gaetan Chanut, JF Pelchat, Joel Mahaffey, Chris Coulter, Todd Richards auk margra annara. Hægt er að fræðast frekar um NeoProto og sjá tíserinn á www.neoprotofilms.com
Grenade crewið er líka með nýja mynd á leiðinni sem ber nafnið “night of the living shred” og er að sjálsögðu skildu eign fyrir harðkjarna grenade fan eða þá bara öll Danny Kass fanin. Ég veit ekki margt um þessa filmu en mér skillst að mikil leynd hafi ríkt yfir gerð hennar en þess má vænta að öll helstu gre-nerdin og vinir þeirra komi fram í myndinni ásamt tilheyrandi auka efni.
Finger on da trigger productions (gen pop og represent) verða með ræmuna “livin proof” sem lofar góðu en er náttla soldið “thugged out” að e-u leiti eins og fyrri myndir Finger on da trigger, mikið er af jibbi og urban rennsli. Í ræmunni eru ræderara á borð við MFM, Justin Hebbel, T.J Schneider, J2, Gatean Chanut, Tyler Lepore, Scotty Shitcake of margir fleiri. Greinilega mynd fyrir þá sem eru að fíla jibb senuna. Myndin kemur í sölur 9 september.
Steezin for no reason er mynd sem er framleidd af JB Deuce Productions og hlakkar mér persónulega mikið til þess að sjá þessa filmu. Á bak við myndina eru meðal annars Boarderline í Alaska og frequency bleðillinn. Það vottar fyrir aulahúmornum í þessari en það þýðir engann veginn að rennslið sé e-ð af verri endanum, þvert á móti. Í myndinni eru kauðar á við Jason Borgstede, Jesse Burtner, Jon Kooley, Shaun McKay, Travis Williams og fleiri. Myndin lofar góðu að mínu mati.
Video Gangs (video gangs prod. /Mack Dawg prod.) er spáð góðu gengi. Hún er unnin af Mack Dawg gaurunum. Í myndinni eru aðallega fórumarar og Jeenyus liðar svo sem Tara Dakides, Andreas Wiig, Pétur Lína, Kevin Jones, Joni Malmi og margir fleiri. Í myndinni er ekkert sparað og flottheitin allsráðandi. Myndin er tekin út um allan heim og einskorðast alls ekki við hefðbundnu rennslis staðina sem við þekkjum. Hægt er að skoða alveg helling af drasli auk tísersins á www.videogangs.com
Ennig vil ég benda á link sem ég sendi hérna inn, www.sicksteez.com, en gaurarnir þar eru líka með tíser á mynd sem þeir hafa verið að dútla sér við. Ég veit ekki hvort það eigi eftir að vera hægt að fá hana hér á klakanum en það er aldrei að vita. Mér líst nokkuð vel á hana og endilega tjekkið á henni: www.sicksteez.com/teaser.mov þetta er meira sona am mynd og ekkert stór fyrirtæki eða spons á bakvið hana. Bara pjúr rennsli..
Ég var búin að benda á nýju Robotfood myndina, Lame, á korknum þannig að ég fer ekkert mikið út í hana hérna. Hér eru aðallega sömu kauðarnir a ferðinni og í Afterbang svo sem Bobby Meeks, Travis Parker, Wille Yli-Luoma, Jussi Oksanen, David Benedek og fleiri. Mikið hefur verið talað um að tónlistin í myndinni sé e-ð svona soldið spes fyrir bretta ræmu en það er varla hægt að segja að Robotfood kauðarnir fari troðnu slóðirnar og finnst mér við eiga þeim margt að þakka miða við í hvaða átt bretta ræmu senan er að þróast núna. Lame lofar góðu.
Hægt er að skoða nokkra tísera(lame, livin proof, steezin for no reason, back in black, o.f.l) á slóðinni:
www.championvisions.com/index1.html?http&&&www.cham pionvisions.com/2k3snow.html
Það er engann vegin góð upplausn á þeim en þarna eru þeir þó nokkrir komnir á sömu síðuna.
Hér eru nokkrar official síður sem gagn er að:
www.robotfood.com
www.neoprotfilms.com
www.sickst eez.com
www.videogangs.com
Vona að þið séuð einvherju nær eftir þessa stuttu yfirferð og endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál einhverstaðar. Ég kem kanski með stutta umfjöllun á fleiri myndum í framtíðinni s.s. nýju Wildcats myndinni.