Jább, byrja ég, en og aftur. En ég er bara að pæla. Afhverju eru svona fáir góðar skötur á landinu? Í BNA eru svo margfalt meiri og betri skötur en á Íslandi. Það er eins og að Íslendingum er ekki ætlað að skeita. Það er bara svo léleg aðstæða hérna.. Helstu ástæður afhverjum við sökkum..

Veðurfar: Það rignir mest allt árið, og það er Rok Snjór og kuldi. Eins og ég heyrði í einhverjum þætti “Á Íslandi er ekki veðurfar, heldur sýnishorn”.. Sem er alveg satt, stundum er alveg glampandi sólskyn og maður stígur út og þá byrjar og snjó eða rigna.. Þetta er alveg fáránlegt.. Og ef maður er kanski að skeita, þá byrjar að rigna.. og svo stittir upp, og svo aftur að rigna.. Rigning með köflum. Það er erfitt að skeita á íslandi útaf veðri.

Innanhús Aðstæða: Já ef að það rignir, þá er alltaf hægt að kíkja í eitthvað park. En það er aðeins eitt (Sem ég veit að) .. Og það er lítið, illa líst, illa loftþræst og lítið að aðstæðu.. Svo er það ekki opið lengi um Helgar. En að vísu er það alveg ágætt, en street course-ið er bara svo hrillilega lítið :S Já Þannig að ef rignir, þá er það parkið eða ekkert.. En ég frétti að það ætti að koma stærra park í vor, veit ekki hvar.

Aðstæðan: Hvert fer ég? Það er svo hrillilega lítið af aðstæðu hérna, Það er bara Ingó eða ekkert :D .. Nei segi svona.. Samt sem áður er ekki mikið af stöðum.

Fámenning: Ok, segjum að 1 af 100000 verða PRO, það er ekki mikið, það eru svona þrír PRO skeiterar þá, En samt er enginn sponseraður af 1st party aðila (Frá beinhörðu fyrirtækinu), Bara 3rd Party Sponserar hér (Dreifendur, Td. Smash)…….En já, í Ameríku sem eru nokkur milljónir manna.. Það verða svo miklu fleiri sponseraðir þar.. Eitthvað um 1000 mans eða eitthvað (Veit ekki alveg)..

Verslanir: Það eru Brettaheimar, Holan, Brim og Smash! Búið.. Ekki mikið.. Og tollur, virðisaukaskattur, sendingarkostnaður og hagnaður á vöru plúsast við brettið.. Þannig að þau eru býsna dýr.. Miklu ódýrari hér á landi.. Þannig að það hafa fleiri í BNA efni á þessu, heldur en á Íslandi.

Menning: Ekki nein mót, engin umfjöllun.. Það veit varla enginn að þessu.. Ef það væru mót, og umfjöllun í sjónvarpi, og Pro-ar sem heimsækja landið, þá væri þetta sport miklu vinsælara.

En samt sem áður ef ekki er rigning, þá er óskup gaman að lifa ;D


Takk Takk..