Vilt þú stjórna brettafélaginu?

Við viljum að þú takir þátt í starfsemi Brettafélags Íslands.
Við vitum að þú hefur ýmislegt til málanna leggja og að kraftar þínir geta nýst uppbyggingu brettamenningar hér á klakanum.

Aðalfundur Brettafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. júlí kl. 20:00 í húsnæði Íslensk Ameríska uppi á höfða, nánar tiltekið Tunguháls 11. (Húsið opnar kl.19:30)

Á þessum fyrsta aðalfundi félagsins gefst þeim, sem hafa áhuga á að móta framtíðina, tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum (og annarra) á framfæri.

Á fundinum verður farið stuttlega í gegnum sögu félagsins, afrek og gerð grein fyrir stöðu, tilgangi og markmiðum þess.
Kosið verður í stjórn félagsins: (formaður, gjaldkeri, ritari, mótastjóri, yfirmaður kennslu og námskeiða, forsvarsmaður samráðsnefndar og ÍTR samskipta).

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, hvort sem er í stjórn eða nefndum, til að mæta og láta í sér heyra.

Til að geta tekið þátt í kosnigunum (kjósa eða bjóða sig fram) þarf viðkomandi að vera skráður í félagið, þeir sem ekki eru skráðir geta gert það núna inni á www.bigjump.is.
Ábyrgir aðilar sem náð hafa 18 ára aldri geta boðið sig fram í stjórn, en allir sem vilja geta starfað í nefndum. (Hæfni á snjóbrettum er engan vegin krafa fyrir þátttöku.)

Markmið félagsins er að stuðla að uppbyggingu snjóbrettamenningar á Íslandi!

Kveðja, Steini, Lassi (layzdog), Ingó, Rabbi, Maggi og Hera