BIG MISTAKE!!!
ok..mér finnst geðveikt gaman á bretti og þó ég kunni kannski fá trix þá er mér bara eiginlega alveg sama..geri þetta aðallega bara til þess að komast upp í fjöll og svona..en mig langar samt að segja ykkur frá fyrstu brettaferðinni minni..þá var ég 14 ára í skólaferðalagi í Bláfjöllum..já ég hafði aldrei stigið á bretti fyrr og kunni EKKET á þetta og ég held að ég hafi aldrei gert mig að jafn miklu fífli!!! ég er 19 ára núna en mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær!!! í fyrsta lagi þá bara gat ég með engu móti haldið mér í diskalyftunni, já gott fólk ég datt alltaf úr henni og þá er ég ekki að tala um einu sinni eða tvisvar heldur svona 20 sinnum!!! svona gekk fyrsti dagurinn fyrir sig en á öðrum deginum þegar ég var loksins búin að læra á lyfturnar þá ákvað ég að fara í stólinn..BIG MISTAKE!!! jæja,það gekk ágætlega á leiðinni upp, ég allavegana komst upp :) ..en það var nú önnur saga með að komast niður!!! ég datt svo illilega að ég sneri mig á báðum fótum og ég var sótt á snjósleða því ég gat ekki hreyft mig. Svo kom í ljós að ég var illa tognuð báðu megin,næstum því brotin og þurfti að fara í bæinn strax..svo þurfti ég að vera í öklaspelkum á báðum fótum í 2 mánuði!! já, þessi litla dæmisaga af minni mislukkuðu ferð sýnir að maður á ekki að reyna að vera töffari í sinni fyrstu brettaferð!! ég efastu um að þetta þyki mjög töff ;) ..en það liðu margir mánuðir þangað til ég þorði aftur á bretti en núna fer ég alltaf þegar ég get og dýrka það..