Þetta er tekið af rónabær.is
Snjóbrettamót ÍTR sem er hluti af dagskrá Samfés, verður haldið laugardaginn þann 29. mars í Suðurgili, Bláfjöllunum. Mótið byrjar kl. 14:00 en skráning hefst 12:30 við veitingasöluna. Þátttökugjald verður 500 kr.
Haldið verður Big jump (stökkmót). Keppt verður í 2 aldurshópum, 12 ára og yngri og svo 13 – 16 ára. Keppt verður í karla og kvennaflokki. Farin verða 3 stökk og 2 stökk gilda. Mun 3 manna dómnefnd skera úr um hverjir stóðu sig best. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sæti í hverjum flokki.
Skráning: Hægt er að skrá sig fyrirfram hjá Birki Viðarssyni í tölvupóstfang birkir@itr.is og í síma félagsmiðstöðvar Miðbergs 557 3550. Annars er skráning á staðnum milli 12:30 – 13:30.