ég fór í brettaferð í gær og svona fór hún!

ég og 2 vinir mínir fórum upp í skálafell í gær og vorum komnir þangað kl.4:30 sirka.
við byrjuðum á því að fara í stólalyftuna 2 ferðir og enduðum alltaf á því að renna okkur yfir á bretta svæðið og taka eitt stökk á pallinum og gerðum það 2. En 3 ferðina var brjálað veður og þoka þannig að við sáum ekkert. en svo ákvöðum við að taka bara diskalyftuna og vera á brettasvæðinu það sem eftir var en það var næstum enginn snjór í fjallinu og brjálað veður.
það var gott veður á bretta svæðinu og við tókum fullt af stökkum, ég var að meika steelfish og næstum því 180 method.
vinur minn nr.1 method og vinur nr.2 var næstum því búinn að meika 180 royal method en datt á harðasta hluta pallsins og rotaðist í smá stund en rankaði síðan við sér og hélt áfram eins og ekkert hafði gerst.
síðan kom vont veður og slydda en snjórinn var orðin frekar blautur og við allir drullu blautir, síðan fórum við niðrí einhvað gil en ég datt á leiðinni þangað þegar ég klessti á stein og flaug framfyrir mig því marr sá frekar lítið. síðan stóð ég upp og hélt áfram og sá að vinur nr.1 hafði kastast fram fyrir sig á palli og lent á nefinu. eftir það fórum við niðrí skála og biðum eftir pabba vinar nr.2…..

svona fór það!:s
Kv.AddiSvali