Ég fór með skólanum í skíða og brettaferð í 3 daga og 2 nætur í Ármannsskála í Bláfjöllum, við mættum um hálf eitt leytið mánudaginn 3. mars, og þetta var besta veður sem ég hef lent í enginn vindur og glampandi sól. Strax og við vorum búnir að ganga frá draslinu okkar var farið út og eitt stykki pallur búinn til. Við héngum á pallinum í svona 2 tíma, athugið, bara í bolum að ofan.
Vinur minn var svo óheppinn að meiða sig áður en hann komst á bretti, það sem gerðist hann var eitthvað að laga pallinn þegar annar vinur minn fór á hann og fór nokkuð skakkt á hann og skar með glænýja forum brettinu í handlegginn á honum og það þurfti 9 spor og hann missti af hálfum geðveikum degi. Það voru allir að meika pallinn, t.d. náði vinur minn sideflipp og backflipp en ég sem er bara á þriðja ári á bretti tók bara nokkur indy og tailgrab.
Það var opið til klukkan 23:00 þetta kvöld og þetta var besti brettadagur lífs míns!!! Svo var haldið í skálann og allir marðir og skemmdir að éta snakk og kók, ég og meiddi vinur minn fórum út um hálf þrjú um nóttina á stýrissleða sem nokkrir gaurar komu með, það sem gerist oftast er að það frystir alltaf á næturnar í bláfjöllum og snjórinn hafði blotnað aðeins um daginn og var geðveikt harður og bremsurnar virkuðu lítið, sem sagt ég og vinur minn á ofsahraða á stýrissleðum kl 02:30 um nótt…. ekki gáfulegt.
En þetta fannst okkur ekki nóg svo við fórum og sóttum plastvindsæng sem ég kom með til að prófa að renna mér á og blæsum hana upp og renndum okkur niður og við vorum næstum búnir að fótbrjóta okkur.
Næsti dagur var ekki eins góður, það var nokkuð kalt og vindur en samt ágætt miðað við hvað ég hef verið í, gott færi og komið smá púður á nokkrum stöðum. Stólnum var lokað um tíma en svo opnaður aftur um kvöldið því þá var komið mjög gott veður og mjög fáir í fjallinu. Mér finnst fátt skemmtilegra en að renna sér í góðu púðri í stólnum í algjöru myrkri og þegar fáir eru í fjallinu.
Nóttin var nokkuð villt þar sem 7 manns sváfu í 4 manna rúmi og það var vægast sagt þröngt, draugasögur voru að flakka og brandarar, og geðveik stemning.
Næsti dagur var heimferðardagur og það átti að fara heim um 13:00 leytið diskalyftan í suðurgili var opnuð fyrir okkur kl. 10:00 og við vorum að renna okkur til 12:30, þá var haldið heim og allir nær dauða en lífi!!! þetta var fokkin geðveik ferð, ég mæli með að allir fari í svona ferðir.
ég er ekki bara líffæri