Ég keypti mér bretti um daginn burton bretti af kunningja mínum og ákvð að prófa það á miðvikudeginum.
Ég og vinir mínir vorum allir að byrja og við skelltum okkur með 2 rútunni uppí Bláfjöll og vorum komnir eftir svona 40 min. Það var alveg frábært veður, enginn vindur og hlýtt úti. Svo við ætluðum bara að skella okkur strax gerðum okkur klára og festum brettin á okkur og fórum í barnalyftuna.
Við bjuggumst nú ekki við því að við kæmumst ekki hærra en 10 metra fyrstu 3 tilraununum og það þótti sko bara gott ef maður náði upp alla leið á fyrsta klukkutímanum. Við föttuðum nefnilega ekki að aftari fóturinn var til að stýra með :P
Svo var maður farinn að geta rennt sér aðeins eftir svona 10 ferðir og þá var takmarkið að komast alla leið niður án þess að detta, hvað þá að meiða sig. Ég datt örugglega 30 sinnum í þessari ferð, er marinn allstaðar.
Við héldum að við værum orðnir rosa góðir og sáum lítinn stökkpall í brekkunni. Ég var náttúrulega látinn reyna hann fyrstur og endaði með því að ég lenti á bakinu(sem var ekki gott).
Það endaði ekki neitt betur fyrir vinum mínum.
En eftir nokkrar ferðir á stökkpallinn var maður bara farinn að ná þessu ágætlega, svona flottum hoppum :)
Við vorum þarna allan daginn frá 2 til 9 svo við náðum jafnvæginu ágætlega vel í þessari fyrstu ferð okkar. Maður græðir ekkert smá mikið á því að fara eina svona ferð og vera allan daginn.
Þetta var mín fyrsta brettareynsla, ekkert smá mikið stuð!