Sælt veri brettafólkið…..

Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér svona þegar seasonið er að byrja eru rútuferðirnar, sem eru að mínu mati mjög góður kostur fyrir okkur sem minna megum okkar og erum ekki kominn með bílpróf.
En það er einn hængur þar á.
Hann er sá að rútan fer alltaf svo seint.
Brottför í fjöllin á Reykjavíkursvæðinu er kl 17.15 á virkum dögum!!!
Það er rugl því að maður er kominn í fjallið kl c.a 18 og ekki byrjaður að renna sér fyrr en um 18.30 þegar maður er búinn að kaupa miða. Það er 2 og hálfur tími á bretti, í mesta lagi.
Mér finnst að Teitur Jónason ætti að taka sig til í andlitinu og hafa kanski eina litla rútu kl 1 eða 2 því að ég veit að ég er ekki eini sem finnst gaman að fara snemma og helga daginn til snjóbrettaiðkunar…..

Og skora ég því hér með á Teit Jónasson að reyna að koma til móts við viðskiptavini sína!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En þetta er mitt álit og vænt þætti mér um að þið mynduð tjá ykkur um þetta mál.

Gummi